Bíó og sjónvarp

Mikki mús 85 ára

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mikki var svarthvítur til að byrja með.
Mikki var svarthvítur til að byrja með.
Mikki mús, sem líklega er hægt að fullyrða að sé frægasta teiknimyndapersóna allra tíma, á afmæli í dag.

Músin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 85 árum síðan í stuttmyndinni Steamboat Willie, en hún var frumsýnd þann 18. nóvember 1928.

Reyndar er ósanngjarnt að minnast ekki á afmæli Mínu músar í leiðinni, en hún kom einnig fram í fyrsta sinn í fyrrnefndri teiknimynd. Það var þó Mikki sem stal sviðsljósinu og hefur verið einskonar lukkudýr Disney-samsteypunnar nánast frá byrjun.

Fræg eru ummæli grínistans sáluga, George Carlin, en hann gerði grín að fjölmiðlum fyrir að halda upp á afmæli Mikka. „Það er ekki furða að enginn taki Bandaríkjamenn alvarlega þegar þeir nota fréttatímann til að upplýsa um aldur ímyndaðs nagdýrs,“ sagði grínistinn í uppistandi frá árinu 1996.

Þá hefur kvikmyndavefur Yahoo! tekið saman 85 fyrirbæri sem rekja má til músarinnar frægu í tilefni afmælisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×