Bíó og sjónvarp

Monty Python saman á ný

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Meðlimir Monty Python eru að farast úr spenningi.
Meðlimir Monty Python eru að farast úr spenningi. mynd/getty
Breski grínhópurinn Monty Python mun koma saman á ný á sviði. Þetta staðfestir Terry Jones, einn meðlima hópsins við fréttastofu BBC.

Tilkynnt verður formlega um endurkomuna á blaðamannafundi í Lundúnum á fimmtudag, en meðlimir hópsins gátu ekki setið á sér með að ljóstra upp leyndarmálinu.

„Ég er mjög spenntur,“ segir Jones og vonast hann til þess að þeir muni græða vel á endurkomunni. „Ég er að vonast til þess að geta borgað húsnæðislánið mitt.“

John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam og Michael Palin, auk Jones, munu allir taka þátt, en sjötti meðlimurinn, Graham Chapman, lést úr krabbameini árið 1989.

Fimmmenningarnir komu síðast fram saman árið 1998 á grínhátíð í Aspen.

Monty Python komu fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþáttunum Monty Python's Flying Circus árið 1969.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×