Körfubolti

Morten hefur engu gleymt - bikarleikir körfunnar í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Þór Szmiedowicz.
Morten Þór Szmiedowicz. Mynd/Vilhelm
Dominos-deildarliðin Keflavík og Snæfelli tryggðu sér í dag sæti í 16 liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla í körfubolta en það gerðu líka 1. deildarliðin Tindastóll og Þór. 2. deildarlið ÍG sló hinsvegar út 1. deildarlið Vængja Júpíters.

Morten Þór Szmiedowicz, fyrrum miðherji Grindavíkur og Hauka, sýndi að hann hefur engu gleymt í sigri 2. deildarliðs ÍG á 1. deildarliði Vængjum Júpíters. Morten var með 28 stig, 18 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann spilaði en kappinn hitti úr 11 af 13 skotum sínum.

Morten er 33 ára og 206 sm á hæð og það er ljóst að Grafarvogsbúarnir áttu engin svör við stráknum inn í teig. Það er spurning hvort að einhver Dominos-deildarlið fari að hafa samband eftir þessa frammistöðu.



Úrslit dagsins í Powerade-bikarkeppni karla:

ÍG-Vængir Júpíters 95-81 (27-22, 26-25, 20-13, 22-21)

ÍG: Morten Þór Szmiedowicz 28/18 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12, Helgi Már Helgason 11/11 fráköst/6 varin skot, Eggert Daði Pálsson 6, Haukur Einarsson 4, Ásgeir Ásgeirsson 4/10 fráköst, Guðmundur Bragason 4, Davíð Arthur Friðriksson 4, Sigurður Svansson 1.

Vængir Júpíters: Jón Rúnar Arnarson 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Árni Þór Jónsson 15/11 fráköst, Elvar Orri Hreinsson 11/4 fráköst, Óskar Hallgrímsson 10/4 fráköst, Hörður Lárusson 7/5 fráköst, Bjarki Þórðarson 6, Tómas Daði Bessason 6, Eysteinn Freyr Júlíusson 4, Eiríkur Viðar Erlendsson 3.

KV-Tindastóll 83-130

Leiknir R.-Þór Ak. 76-85

KR b-Keflavík 61-80

Laugdælir-Snæfell 38-113




Fleiri fréttir

Sjá meira


×