Körfubolti

Grant Hill sest í sæti Ahmad Rashad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grant Hill er orðinn sjónvarpsmaður.
Grant Hill er orðinn sjónvarpsmaður. Mynd/NordicPhotos/Getty
Grant Hill lagði körfuboltaskóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann hefur ekki hætt afskiptum sínum af NBA-deildinni í körfubolta.

Grant Hill ætlar að endurvekja körfuboltaþáttinn "NBA Inside Stuff" sem margir muna eftir á árum áður. Þátturinn hefur legið í dvala í átt ár en í honum er fjallað um NBA-deildina á bak við tjöldin.  

Grant Hill mun setjast í stólinn hans Ahmad Rashad sem sá um þáttinn þegar hann var hvað vinsælastur. Hill mun stýra þættinum með Kristen Ledlow.

Í fyrsta þætti tímabilsins og þess fyrsta síðan 2005 þá tók Grant Hill einkaviðtal við Kevin Garnett sem spilar nú með Brooklyn Nets.  

"Ég var mjög stressaður fyrir þáttinn en mér fannst þetta ganga vel og það var frábært að tala við Kevin," sagði Grant Hill í viðtali við AP-fréttastofuna.

Grant Hill lék með fjórum liðum á NBA-ferlinum (Detroit Pistons 1994–2000, Orlando Magic 2000–2007, Phoenix Suns 2007–2012 og Los Angeles Clippers 2012–2013). Hann var með 16,7 stig, 6,0 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í 1026 leikjum.

Á aldrinum 26 til 33 ára missti Grant Hill þó af mjög mörgum leikjum vegna erfiðra meiðsla en hann var með 25,8 stig, 6,6 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali síðasta árið sitt fyrir þessi leiðindameiðsli.



Það er hægt að sjá auglýsingu um þáttinn hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×