Körfubolti

Hardy í miklum ham á móti Hamri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy.
Lele Hardy. Mynd/Daníel
Haukar stöðvuðu tveggja leikja sigurgöngu Hamars með því að vinna sex stiga sigur, 86-80, í Hveragerði í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta. Haukakonur komust fyrir vikið upp fyrir Hamar í töflunni og eru núna í fjórða og síðasta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Þessi leikur var sýning hjá bandarísku leikmönnum liðanna sem áttu báðar stórleik. Lele Hardy var með 46 stig, 19 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum fyrir Hauka en fékk verðuga samkeppni frá Di'Amber Johnson sem var með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Hamarsliðinu.

Hamarskonur voru í ágætum málum í hálfleik, fimm stigum yfir, 39-34, og búnar að halda Lele Hardy, stigahæsta leikmanni deildarinnar í aðeins 9 stigum. Hardy átti hinsvegar eftir að gerbreyta leiknum í seinni hálfleiknum.

Lele Hardy átti ótrúlegan þriðja leikhluta þar sem Haukaliðið snéri við leiknum. Hardy skoraði þá 24 stig og Haukar unnu leikhlutann 29-16 og komust í 63-55 fyrir lokafjórðunginn.

Haukar voru með frumkvæðið í fjórða leikhlutanum en Di'Amber Johnson hélt sínu liði inni í leiknum með því að skora 17 stig í leikhlutanum. Haukaliðið var sterkara og landaði mikilvægum sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×