Körfubolti

Fyrsti útisigur Grindavíkurkvenna á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd/Stefán
Grindavík vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu þegar liðið heimsótti botnlið KR í DHL-höllina í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta. Grindavík hafði tapað tveimur fyrstu útileikjum tímabilsins en vann nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Kanalausu KR-liði í Frostaskjólinu, 79-69.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Grindavíkurliðið nýtti sér einnig tap Snæfells á móti Keflavík fyrr í kvöld og tók annað sætið af Hólmurum. Liðin eru með jafnmörg stig en Grindavík vann framlengdan leik liðanna fyrr í vetur og er ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum.

Pálína Gunnlaugsdóttir var með 22 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Grindavík og María Ben Erlingsdóttir bætti við 22 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum. Lauren Oosdyke skoraði 18 stig fyrir Grindavík.

KR-liðið var að tapa sínum fimmta leik í röð en liðið hefur leikið án bandarísk leikmanns í síðustu þremur leikjum. Bergþóra Holton Tómasdóttir var langatkvæðamest í KR-liðinu með 25 stig. Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og Helga Einarsdóttir var með 10 stig.

KR-Grindavík 69-79 (16-25, 18-18, 15-19, 20-17)

KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 25/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/8 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2.

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 22/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Lauren Oosdyke 18/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4, Marín Rós Karlsdóttir 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×