Sálarró Ásgeirs Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 11:04 Ásgeir Trausti lék á Iceland Airwaves í ár. Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira