Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga Hjörtur Hjartarson skrifar 7. nóvember 2013 19:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“ Aurum Holding málið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í svokölluðu Árum máli segir að nýtt yfirmat á verðmæti félagsins muni gera sérstökum saksóknara erfitt fyrir að ná fram sakfellingu í málinu. Þá er saksóknari sakaður um að halda gögnum vísvitandi frá verjendum.Fyrirtaka í málinu var í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa stórlega ofmetið verðmæti Aurum Holding þegar ákvörðun var tekin um að lána félaginu, FS38, 6 milljarða króna til að kaupa hlut 25,7 prósenta hlut Fons í Aurum Holding á miðju ári 2008.Undirmat, sem lagt var fram í fyrra mat verðmæti hlutar Fons hinsvegar á bilinu 0-929 milljónir króna.Í þinginu í morgun var lögð fram nýtt yfirmat dómkvaddra aðila. Þar eru settar upp fjórar sviðsmyndir eða forsendur fyrir verðmæti Aurum. Efri mörkin miða við svokallaða Damasspá þar forsendurnar er áætlun sem lögð var fram vegna hugsanlegar kaupa félagsins á þrjátíu prósenta hlut í Aurum.Þar er verðmæti Aurum metið allt að 117 milljónum punda eða um 17 og hálfur milljarður króna. Hlutur Fons í félaginu væri því um 4,4 milljarðar króna.Svokölluð bankaspá byggir á rekstraáætlun stjórnenda Aurum sem bankarnir sem fjármögnuðu félagið samþykktu á sínum tíma. Þar hljóðar hlutur Fons upp á um 3,7 milljarða króna.Þriðja sviðsmyndin er síðan óbreyttur rekstur en á þeim forsendum er yrði verðmæti hlutabréfa félagsins lítið sem ekkert.Að lokum er það spá matsmanna sem grundvallast á skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum málsins. Á þeim forsendum er hlutur Fons metinn á bilinu 345 milljónir króna til um tveggja milljarða króna. Taka skal fram að matsgerðirnar tvær eru hluti af öðru dómsmáli, það er skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson í málinu telur að með hliðsjón af þessum tölum verði erfitt fyrir saksóknara að sanna sekt ákærðu í málinu.„Þetta er vissulega gríðarlega breitt bil en í sakamáli hlýtur að eiga að leggja til grundvallar að allur vafi komi sakborningi í hag. Ég get því ekki betur séð en að það verði erfitt að halda því fram að menn hafi brotið af sér þegar þeir tóku ákvörðun byggða á þeim forsendum sem gert var,“ segir Gestur.Þá lögðu verjendur í morgun fram bókun þar sem þeir saka sérstakan saksóknara um að hafa vísvitandi halda gögnum frá vörninni er tengjast hugsanlegum kaupum Damas á hlut í Aurum á sínum tíma.„Þau hafa auðvitað rosalega mikla þýðingu og mér finnst það sjálfgefið eftir að þessi gögn koma fram að ákæruvaldið hlýtur að lenda í vandræðum í að geta sýnt fram á nokkurt refsivert í þessum máli.“
Aurum Holding málið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira