Körfubolti

Körfuknattleikssambandið auglýsir eftir landsliðsþjálfurum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Mynd/Anton
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, auglýsir eftir þjálfurum á fjögur yngri landslið sín fyrir næsta ár en áhugsamir þurfa að skila inn umsóknum fyrir þriðjudaginn 29. október næstkomandi.

KKÍ vantar þjálfara á fimmtán ára landsliðs kvenna, bæði sextán ára landsliðin og svo átján ára landsliðs stúlkna.

Fimmtán ára landsliðin eru á leiðinni á Copenhagen Invitational næsta sumar en 16 og 18 ára landsliðin taka þátt í Norðurlandamóti í Solna í Svíþjóð. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eitthvert liðanna taki þátt í Evrópumótinu.

Ráðningartímabilið er frá 15. nóvember 2013 fram yfir þau verkefni sem farið verður í sumarið 2014.

Hér fyrir neðan má sjá kröfurnar eins og þær koma fram á heimasíðu KKÍ:

Upplýsingar fyrir þjálfara til að hafa í huga:

• Skipulagning á verkefninu er í samráði við afreksnefnd KKÍ og starfsmenn KKÍ.

• Afreksnefnd hefur á undanförnu ári unnið að því að endurskipuleggja starfsemi á afreks- og landsliðsstarfi KKÍ. Verið er að leggja lokahönd á handbók fyrir alla sem að starfinu koma, sem unnið verður eftir með þeim þjálfurum sem verða ráðnir nú til starfa.

• Þjálfari skilar inn ítarlegri skýrslu um verkefnið að því loknu.

• Þjálfari situr opinn fund með fulltrúum KKÍ að loknum verkefnum árið 2014 þar sem öllum áhugasömum gefst kostur á að mæta.

Ferilskrá skal fylgja með umsókninni ásamt eftirfarandi upplýsingum:

- Almennur bakgrunnur, menntun, störf  og fleira.

- Bakgrunnur í þjálfun ásamt menntun og reynslu í þjálfun.

- Ef umsækjendur vilja sækja um einhvern tiltekinn árgang eða kyn skal fylgja með beiðni um hvaða lið þú vilt þjálfa og hvers vegna það lið.

Senda skal umsóknir inn í síðasta lagi þriðjudaginn 29. október á netfangið kki@kki.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×