Fimm félög enn með fullt hús í Evrópudeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2013 17:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira