Sport

Rams reyndi við afann Favre

Brett Favre.
Brett Favre.
NFL-lið St. Louis Rams missti leikstjórnandann sinn, Sam Bradford, um helgina og hann mun ekki geta spilað meira í vetur vegna meiðsla.

Margir bjuggust við því að Rams myndi hringja í Tim Tebow en það gerði félagið ekki. Forráðamenn félagsins hringdu frekar í hinn 44 ára gamla Brett Favre og spurðu hvort hann væri til í að taka skóna niður úr hillunni.

Favre, sem er orðinn afi, lagði skóna á hilluna í desember árið 2010. Þá gaf öxlin sig endanlega. Hann var þá búinn að spila 297 leiki í röð í deildinni. Það er met sem verður seint slegið.

"Ég er upp með mér yfir þessum áhuga en það eru nákvæmlega engar líkur á því að ég byrji að spila aftur. Ég er mjög sáttur við minn feril," sagði goðsögnin Favre.

"Fjölskyldan var í öðru sæti hjá mér í 20 ár. Nú er kominn tími til þess að sinna henni. Ég hef líka notið þess að fara í ferðalög með fjölskyldunni og lifa lífinu. Það var löngu kominn tími á þessa hluti hjá mér."

Rams endaði með því að semja við Brady Quinn en New York Jets losaði sig við hann fyrr í vikunni. Austin Davis var einnig fenginn til félagsins en hann hafði verið á samningi hjá Rams í fyrra og á undirbúningstímabilinu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×