Innlent

Stóru málin: Óttast að kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn

Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, segir kvikmyndagerðarmenn gera sér fulla grein fyrir nauðsyn á niðurskurði í ríkisfjármálum en þykir það býsna harkalegt að skerða framlög til Kvikmyndasjóðs um 40%. Hann óttast að kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn og landflótti verði úr greininni ef niðurskurðurinn nær fram að ganga. Rétt er þó að geta þess að að framlög til sjóðsins í ár, 2013, hafa aldrei verið hærri.

Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, fagnar því að varaformaður fjárlaganefndar vilji gera langtímaáætlun fyrir kvikmyndagerð á Íslandi, því ekki verði búið við þann óstöðugleika sem greinin hafi þurft að búa við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×