Innlent

Stóru málin: Ómar og bæjarstjórinn takast á

Hvað snýr upp og hvað snýr niður í stóra Hraunadeilunni? Ómar Ragnarsson náttúruverndarsinni og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ voru leiddir saman við Gálgahraun þar sem þeir fóru yfir deiluna í Stóru málunum sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta hraun angar af söguslóðum. Hér eru sjö slóðar sem segja sögu um lífsbaráttu og kjör kynslóðanna. Það hefur sérstöðu og er á náttúruminjaskrá,“ segir Ómar. Gunnar bæjarstjóri tekur undir með honum og segir hraunið fallegt.

„Við reynum að hlífa þessu hrauni eins vel og við getum,“ segir Gunnar sem telur að bæjaryfirvöld hafi gert allt til þess að vernda úfnasta hluta hraunsins.

Samtal þeirra tveggja er litríkt og rifja þeir meðal annars upp fyrri kynni m.a. frægt atvik á handknattleiksferli Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×