Bíó og sjónvarp

Lucasfilm birtir „kitlu“ úr Stjörnustríði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kvikmyndaáhugamenn bíða nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar með mikilli eftirvæntingu en enn er langt í frumsýningu. Myndin verður frumsýnd árið 2015 og mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að stutt sýnishorn, svokölluð „kitla“, úr myndinni sé væntanlegt en enn bólar ekkert á henni. Lucasfilm birti hins vegar í gær gamla kitlu frá árinu 1976 sem gerð var fyrir fyrstu myndina.

Sýnishornið er merkilegt fyrir margar sakir og munu gallharðir aðdáendur taka strax eftir því að ýmis mikilvæg smáatriði sem enduðu í myndinni vantar í kitluna. Eftirminnileg tónlist tónskáldsins Johns Williams var til dæmis ekki tilbúin og vantar því í sýnishornið. Endanlega leturgerð titilsins vantar einnig og geislasverð þeirra Obi-Wans Kenobi og Svarthöfða eru hvít á litinn en í lokaútgáfunni voru þau blá og rauð.

Þennan gamla gullmola má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×