Bíó og sjónvarp

Quentin Tarantino: Batman er óáhugaverður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tarantino (t.h.) kærir sig kollóttan um Batman.
Tarantino (t.h.) kærir sig kollóttan um Batman.
Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur lítinn áhuga á Leðurblökumanninum ef marka má viðtal sem tekið var við hann á dögunum.

Skiptar skoðanir eru á því að Ben Affleck hafi verið ráðinn í hlutverk þessarar vinsælu ofurhetju í væntanlegri kvikmynd þar sem Leðurblökumaðurinn og Ofurmennið leiða saman hesta sína. Tarantino var spurður álits á leikaravalinu einhverra hluta vegna og hafði hann lítið um málið að segja.

„Ég verð að viðurkenna að ég hef enga skoðun á þessu,“ sagði Tarantino. „Af hverju? Jú, vegna þess að Batman er ekki sérlega áhugaverð persóna. Ekki fyrir neinn leikara.“

Hann segir Michael Keaton standa upp úr af þeim leikurum sem túlkað hafa hetjuna og bætir því við að hann óski Affleck góðs gengis. „En vitið þið hver hefði orðið frábær Batman? Alec Baldwin á 9. áratugnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×