RIFF fær góða umfjöllun erlendis Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 13:22 Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. fréttablaðið/pjetur Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk fyrir rúmri viku síðan. Undanfarna daga hafa birtst lofsamlegar umfjallanir um hátíðina í miðlum hér og þar um heiminn, m.a. í Le Monde, Hollywood Reporter og Screen International. Í grein í franska blaðinu Le Monde er fjallað um heiðursverðlaunahafann James Gray og heimsókn til Hrafns Gunnlaugssonar, sem bauð fólki heim til sín að sjá Óðal feðranna. Blaðamaður fjallar einnig mikið um augljósan áhuga Bjarkar á hátíðinni. Einnig er talað við Laufeyju Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáum dögum eftir að ríkisstjórnin kynnti fjárlögin. Þar harmar hún að framlög til miðstöðvarinnar séu skorin niður um 42%. Hollywood Reporter fjallar einnig um niðurskurðinn í langri grein þar sem andrúmsloft hátíðarinnar er lofað fyrir nánd sína við alþjóðlegar stjörnur á kvikmyndasviðinu og sérviðburðum á borð við kvikmyndatónleika Hjaltalín eru gerð sérstök skil. Hér má lesa umfjöllun blaðsins. Norski vefmiðillinn Film Amasoner fjallar sérstaklega um margar myndanna í dagskránni og gerir mikið úr áherslu RIFF á kvikmyndir Lukas Moodysson auk þess sem haft er orð á því að hátíðin hafi opnað augu blaðamanns fyrir grískri kvikmyndagerð, en Grikkland var í kastljósinu í ár. Þá fjallar Screen International um verðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Blaðamaður tekur sérstaklega fyrir kvikmyndina Still Life eftir Uberto Pasolini sem vann Gullna lundann og Við erum bestar! eftir Lukas Moodysson sem hlaut áhorfendaverðlaunin.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira