Sport

Ólympíumeistari í siglingum drukknaði

Simpson, til vinstri, fagnar sigri á ÓL í Peking ásamt siglingafélaga sínum.
Simpson, til vinstri, fagnar sigri á ÓL í Peking ásamt siglingafélaga sínum.
Breski siglingakappinn Andrew Simpson lést í skelfilegu slysi er hann var að æfa fyrir stóra siglingakeppni í San Francisco.

Bátur sem hann var á ásamt tíu öðrum hvolfdi með þeim afleiðingum að Simpson drukknaði. Hann vann gull í siglingum á Ólympíuleikunum og Peking og silfur á leikunum í London.

Hinir tíu sem voru með honum á bátnum sluppu. Rannsókn á slysinu er nú lokið.

Hún leiddi í ljós að Simpson hefði fengið höfuðhögg og síðan orðið fastur undir bátnum. Því hefði hann drukknað.

Simpson skilur eftir sig konu og tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×