Tíska og hönnun

Varasamt að safna of síðu hári

Theodóra Mjöll skrifar
Flestar stelpur kannast við það að safna hári en Theodóra varar við því að safna of síðu hári.
Flestar stelpur kannast við það að safna hári en Theodóra varar við því að safna of síðu hári.
"Það er alveg ótrúlegt með okkur konurnar, við virðumst allar alltaf vera að safna hári. Þá spyr maður sig: Safna í hvað? ," spyr bloggarinn, hárgreiðslukonan og höfundurinn Theodóra Mjöll á bloggi sínu á Trendnet.is.

Þar varar hún stelpur við því að safna of síðu hári þar sem hárið getur orðið líflaust og þungt er það nær ákveðinni sídd. 





"Of sítt hár er ekki fallegt. Ef þið eruð að safna hári spyrjið ykkur að þessu: Í hvað er ég að safna? Af hverju er ég að safna síðara hári? Ef þið getið ekki svarað því, hættið þá að safna og klippið almennilega af því í hvert skipti sem þið farið í klippingu."



Sjá meira hér. 

"Þegar hárið nær ákveðinni sídd, sem er mismunandi eftir hárgerðum, þá verður það svo þungt og mikið um sig að það hættir að vera fallegt, missir ljómann og sjarmann. Það hálfpartinn deyr." 

Sjá meira og blogg Theodóru hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.