Körfubolti

LeBron hefði farið í Ohio State

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LeBron ásamt stuðningsmönnum fótboltaliðs Ohio State.
LeBron ásamt stuðningsmönnum fótboltaliðs Ohio State. Mynd/Fésbókarsíða LeBron James
Hefði LeBron James farið eitt ár í háskóla hefði ríkisháskólinn í Ohio, Ohio State, orðið fyrir valinu. Þau skilaboð sendi körfuknattleikskappinn fyrir fullu húsi í St. John höllinni í Columbus á dögunum.

LeBron fór beint úr menntaskóla í NBA-deildina en fullyrti að Ohio State hefði annars, án nokkurs vafa, orðið viðkomustaður hans.

„Það skiptir engu máli hvert ég fer í heiminum. Ég mun alltaf klæðast litum Ohio State,“ sagði LeBron við háskólanema í aðdraganda viðureignar skólans við University of Wisconsin í bandaríska háskólafótboltanum.

LeBron kom einnig við í búningsklefa leikmanna Ohio State og lét nokkur vel valin orð falla. Það virðist hafa virkað því Ohio State vann sigur 31-24.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×