Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 105-96 | Grindvík meistari meistaranna Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2013 18:30 Mynd/Daníel Íslandsmeistarar Grindavíkur eru meistarar meistaranna í körfunni eftir níu stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 105-96, í Meistarakeppni KKÍ í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar tóku fljótlega frumkvæðið og voru sterkari en gestirnir í kvöld ekki síst fyrir frábæran leik miðherjans Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem skoraði 28 stig í leiknum. Bæði lið frumsýndi nýja bandaríska leikmenn í leiknum. Kendall Leon Timmons skoraði þrjú stig fyrir Grindavík en Nasir Jamal Robinson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 32 stig. Leikmenn beggja liða byrjuðu af krafti og var staðan 6-7 Stjörnumönnum í vil þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Þá skellti Grindavík í lás í vörninni og fór á 13-1 sprett næstu þrjár mínútur og réðu Stjörnumenn ekkert við varnarvinnu heimamanna. Stjörnumenn rönkuðu við sér þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og náðu að laga stöðuna úr 19-8 í 23-17 áður en leikhlutinn var úti. Nýji erlendi leikmaður Garðbæinga Nasir Robinson virtist vera sá eini með lífsmarki hjá Stjörnunni en nokkrir leikmenn Grindvíkinga voru að skora körfur og berjast af krafti í vörninni. Grindvíkingar fundu kraftinn aftur í upphafi annars leikhluta og voru komnir í 30-17 þegar 7:35 voru eftir af leikhlutanum. Héldu þeir forystunni í 12 til 13 stigum megnið af leikhlutanum en Dagur Kári Jónsson Kveikti í Stjörnumönnum með tveimur þriggja stiga körfum í röð og gestirnir löguðu stöðuna í 46-40 þegar flautað var til hálfleiks. Atkvæðamestu menn í hálfleik voru þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík með 14 stig og 4 fráköst. Nasir Robinson var með 12 stig og 4 fráköst hjá Stjörnunni. Teitur Örlygsson hefur lesið vel yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því Stjörnumenn komu út af miklum krafti. Þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum voru Garðbæingar búnir að ná Grindvíkingum og jafna 51-51. Marvin Valdimarsson tók þá þriggja stiga skot sem hann nýtti og var brotið á honum um leið og hann skaut og nýtti hann vítið. Við þetta hitnaði í kolunum og liðin nánast skiptust á að skora næstu mínútur. Grindavík náði þó með góðri vörn að koma sér í átta stiga forustu en Stjörnumenn komu aftur og munaði tveimur stigum í lok þriðja leikhluta, 72-70. Varnarleikurinn virtist hverfa í upphafi fjórða leikhluta en liðin skiptust á að skora fyrri helming leikhlutans. Staðan var 85-82 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá skildu leiðir. Heimamenn hitnuðu rækilega fyrir utan þriggja stiga línuna og voru komnir í 10 stiga forystu þegar tæpar 2 mínútur voru til leiksloka, 100-90 og voru tilraunir Garðbæinga til að minnka forustu Grindvíkinga kæfðar um leið með góðu spili og þriggja stiga körfum heimamanna. Grindvíkingar sigldu svo leiknum heim með skynsemi seinustu mínúturnar og endaði leikurinn 105-96. Leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir komandi vetur en bæði lið sýndu á köflum flottar sóknir, baráttu og góðan varnarleik. Stigaskorið dreifðist vel hjá Grindvíkingum en aðeins tveir leikmenn þeirra komust á blað. Hjá Stjörnunni voru fjórir leikmenn með 10 stig eða meira og var Nasir Robinson atkvæðamestur með 32 stig.Grindavík-Stjarnan 105-96 (23-17, 23-23, 26-30, 33-26)Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 28/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 17, Þorleifur Ólafsson 14/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Kendall Leon Timmons 3/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 1.Stjarnan: Nasir Jamal Robinson 32/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 18, Justin Shouse 16/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 12/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 8, Fannar Freyr Helgason 7/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 2, Kristinn Jónasson 1/6 fráköst. Sverrir Þór Sverrisson: Ætlum okkur að vera í baráttunni um toppsætiðMynd/Daníel„Mér fannst leikurinn spilast ágætlega. Við byrjuðum af krafti en misstum þetta niður í nokkur stig rétt fyrir hálfleik. Svo var þetta barningur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta með stæl og var gaman að sjá hvað ungu strákarnir okkar stóðu sig vel“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga, um leikinn eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn Meistarar meistaranna árið 2013. Um ástandið á liði sínu sagði Sverrir: „Ég held að við séum á ágætis róli miðað við árstíma. Ég myndi segja að ástandið á liðinu væri nokkuð gott“. Bætti hann við um komandi vetur „Við ætlum okkur klárlega að vera í baráttunni um toppsætið. Við erum búnir að vera að leggja mikla vinnu í það og ég held að við séum algjörlega með lið til að vera í topp sætunum.“ „Það er bara ekki komin reynsla á hann“, sagði Sverrir um Kendall Timmons sem nýkominn er til landsins. „Hann þarf bara sinn tíma til að komast inn í hlutina, enda nýkominn. Hann skilaði samt ágætis mínútum í kvöld, var ekkert afgerandi, hann barðist og fer ég ekki fram á meira fyrst hann er nýkominn. Hann á eftir að sýna hvað í honum býr, ég efast ekki um það.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson: "Við ætlum að vinna þetta“Mynd/Daníel„Við byrjuðum vel en svo slökuðum við á og hleyptum þeim inn í leikinn. Við fórum að slaka á í vörninni og þeir skoruðu eins og þeir vildu. Þeir gerðu síðan það sama og við kláruðum leikinn“, hafði Sigurður Þorsteinsson að segja um leikinn sem fram fór í Röstinni í Grindavík í kvöld. Sigurður var stigahæstur sinna manna í kvöld og sagðist hann ekki geta kvartað yfir dagsverkinu. Hann kvaðst spenntur fyrir komandi vetri og líst vel á deildina. „Við erum nánast með sama lið og í fyrra, kaninn er náttúrulega nýlentur og hann er ekki kominn inn í þetta og það sást alveg í dag. Við erum náttúrulega ekki búnir að spila við öll liðin en það verða fimm til sex lið í baráttunni en við ætlum að vinna þetta.“ Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu leiksins frá blaðamanni Vísis og Fréttablaðsins..4. leikhluti | 105-96: Leiknum er lokið og eru Grindvíkingar meistarar meistaranna. Til hamingju.4. leikhluti | 104-94: Marvin Valdimarsson og Fannar Helgason voru að ljúka leik, 24 sek. eftir. Heimamenn virðast vera að sigla þessu heim.4. leikhluti | 104-92: Sigurður Þorsteinsson er kominn með 27 stig, hann skoraði flautukörfu þegar skotklukkan var að renna út. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 100-90: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 1:56 er eftir. Sverrir vill skerpa á sínum mönnum fyrir lokasprettinn. Þeir hafa verið að hitta vel fyrir utan línuna og spila fína vörn og er það sem skilur liðin að.4. leikhluti | 100-90: Grindvíkingar eru heitir fyrir utan línuna. 2:14 eftir.4. leikhluti | 93-86: Stjarnan með áhlaup en Grindavík slekkur með þriggja stiga skoti. 3:30 eftir.4. leikhluti | 90-82: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá heimamönnum og góður varnarleikur er að skila þeim 8 stiga forustu. 4:30 eftir.4. leikhluti | 85-82: Enn er skiptst á að skora. 5:04 eftir.4. leikhluti | 82-80: Leikhlé þegar 6:06 eru eftir, Sverrir þarf að ræða við sína menn. Það fer lítið fyrir varnarleik liðanna í fjórða leikhluta. Nasir Robinson hefur rofið 30 stiga múrinn, er með 32 stig.4. leikhluti | 80-78: Liðin skiptast á að skora hér á upphafsmínútum leikhlutans. 7:15 eftir.4. leikhluti | 74-72: Leikhlutinn er hafinn og Þorleifur Ólafsson skorar fyrstu stigin en Dagur Kári Jónsson svarar. 8:40 eftir.3. leikhluti | 72-70: Leikhlutanum er lokið, seinasta sókn Grindvíkinga rann út í sandinn. Stóru mennirnir, Sigurður Þorsteinsson og Nasir Robinson eru atkvæðamestir, með 23 og 26 stig. Justin Shouse og Kendall Timmons eru báðir með 4 villur.3. leikhluti | 72-70: 7 sekúndur eftir og Nasir Robinson var að skora og fékk villu að auki. Hann nýtti vítið.3. leikhluti | 72-67: Sofanda háttur í báðum vörnum. Nasir Robinson skorar síðan með löngu stökkskoti, hann er að sýna að menn þurfa að dekka hann aðeins lengra út í teig heldur en oft þarf með stóra menn. 38 sek. eftir.3. leikhluti | 68-63: Góð vörn hjá Stjörnunni og síðan gott sóknarfrákast hjá Nasir Robinson, sem fékk síðan villu en nýtti einungis annað vítið. 1:34 eftir.3. leikhluti | 68-60: Tveir stolnir boltar í röð hjá Grindvíkingum sem skilar sér í fjórum stigum. 2:40 eftir.3. leikhluti | 64-60: Örlítil forysta Grindvíkinga hérna, Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði með löngu stökkskoti og Jóhann Árni nýtti eitt víti af tveimur. 3:45 eftir.3. leikhluti | 58-58: Það er að hitna í kolunum í Grindavík. Leikur liðana er orðinn harðari en hann var í fyrri hálfleik og það er mikið brotið. Justin Shouse er kominn með fjórar villur. 5:20 eftir.3. leikhluti | 53-54: Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru að fá tæknivillu á haus fyrir kjaftbrúk. Jóhann Árni nýtti 3 af 4 vítum og forusta Stjörnumanna var skömm. 6:40 eftir.3. leikhluti | 51-51: Jahérna, Marvin Valdimarsson fór upp í þriggja stiga skot sem hann nýtti og var brotið á honum í leiðinni. Nýtti hann vítaskotið og það er jafnt. 7:12 eftir.3. leikhluti | 46-42: Atkvæðamestu mennirnir Sigurður Þorsteinsson og Nasir Robinson hafa skipst á að skora körfurnar hér í upphafi 3. leikhluta. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 46-42: Nasir Robinson opnar hálfleikinn með löngu stökkskoti. 9:12 eftir.Hálfleikur | 46-40: Grindavík með laglega sókn og körfu en Justin Shouse svaraði með sniðskoti eftir flott gegnumbrot. Jóhann Árni Ólafsson reyndi síðan þriggja stiga skot sem geigaði og þar með endaði hálfleikurinn.2. leikhluti | 42-36: Dagur Kári Jónsson með tvær þriggja stiga í röð fyrir Stjörnuna og Sigurður Þorsteinsson svarar með laglegu krókskoti. 1 mín eftir.2. leikhluti | 42-30: Mikið skorað þessa stundina. Justin Shouse var rétt í þessu að taka ruðning og Sverrir Sverris er ósáttur og tekur leikhlé. 2:18 eftir.2. leikhluti | 35-28: Jóhann Árni Ólafsson og Marvin Valdimarsson hafa skorað seinustu stig liðana, skemmtilegt einvígi að þróast?2. leikhluti | 33-23: Fannar Helgason er kominn með 3 villur, slæm tíðindi fyrir gestina. Nasir Robinson lítur hinsvegar vel út og er kominn með 12 stig. 4:30 eftir.2. leikhluti | 33-21: Kendall Timmons stimplar sig inn með þriggja stiga körfu en Marvin Valdimarsson svarar fyrir Stjörnuna með gegnumbroti og sniðskoti. 5:40 eftir.2. leikhluti | 30-17: Stjörnumenn nýta ekki vítin sín og fá síðan dæmdan ruðning á sig, það gengur hvorki né rekur í sóknarliek Stjörnunar þessar fyrstu mínútur. 7:35 eftir.2. leikhluti | 28-17: Teiti Örlygssyni líst ekki á sína menn og tekur leikhlé þegar 8:42 eru eftir af leihlutanum. Tvær sóknir Stjörnunar hafa farið í vaskinn, skref og léleg sending.2. leikhluti | 25-17: Leikhlutinn hafinn og Sigurður Þorsteinsson er búinn að bæta við tveimur stigum. 9:25 eftir.1. leikhluti | 23-17: Þorsteinn Ólafsson skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndum leikhlutans og er Grindavík með 6 stiga forustu. Sigurður Þorsteinsson er stigahæstur Grindvíkinga með 10 stig en Nasir Robinson hefur skorað 8 stig fyrir gestina.1. leikhluti | 20-17: 26 sek eftir og Stjarnan er komin í bónus í vítum. Ágætis rönn hjá Garðbæingum til að loka leikhlutanum.1. leikhluti | 20-14: Stjarnan er að vakna til lífsins hérna eftir ansi magrar mínútur. 1:45 eftir.1. leikhluti | 20-10: Loksins skoraði Stjarnan utan af velli. Robinson sá um það. 3:07 eftir.1. leikhluti | 19-8: 13-1 undanfarnar 3 mínútur. 4:08 eftir.1. leikhluti | 14-7: 8-0 runa hjá Grindavík, sóknarleikur Stjörnunar er ekki að ganga upp. 6 mín. eftir.1. leikhluti | 6-7: Fannar Helgason var að koma Stjörnunni yfir með þriggja stiga körfu en í kjölfarið fær hann sína aðra villu í vörninni og fær sér sæti á bekknum. 7:33 eftir.1. leikhluti | 4-4: Sigurður Þorsteinsson hefur skorað báðar körfur heimamanna Nasir Robinson sömuleiðis fyrir Stjörnuna. 8:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn og þar með körfuboltavertíðin er hafin. Góða skemmtun.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og það er eitthvað vesen með skotklukkuna ofan á annari körfunni og eru tveir starfsmenn komnir upp í rjáfur til að reyna að redda málunum. Annars er allt gott að frétta, gott hip-hop í spilun og goðsagnirnar Jón Kr. Gíslason og Guðmundur Bragason mættir í stúkuna.Fyrir leik: Bæði lið hafa nýja erlenda leikmenn í sínum röðum frá því í fyrra. Stjarnan samdi við Bandaríkjamanninn Nasir Jamal Robinson en Jovan Zdravevski er farinn af landi brott. Grindavík samdi við Kendall Leon Timmons sem einnig er Bandaríkjamaður. Annars eru liðin lítið breytt þannig að það er víst að bæði lið eru með sterk lið á pappírnum fræga.Fyrir leik: Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Stjarnan mætir til leiks sem bikarmeistari árið 2013, hafandi unnið Grindavík í bikarúrslitaleiknum fyrr á þessu ári. Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistari, hafandi unnið Stjörnuna í úrslitaeinvíginu í æsispennandi keppni sem fór í oddaleik. Það ætti því að vera kominn ágætis rígur milli þessara liða og fáum við vonandi spennandi leik.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu á Vísir.is. Við ætlum að fylgjast með leik Grindavíkur og Stjörnunar um það hverjir verða meistarar meistarana þetta árið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur eru meistarar meistaranna í körfunni eftir níu stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 105-96, í Meistarakeppni KKÍ í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar tóku fljótlega frumkvæðið og voru sterkari en gestirnir í kvöld ekki síst fyrir frábæran leik miðherjans Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem skoraði 28 stig í leiknum. Bæði lið frumsýndi nýja bandaríska leikmenn í leiknum. Kendall Leon Timmons skoraði þrjú stig fyrir Grindavík en Nasir Jamal Robinson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 32 stig. Leikmenn beggja liða byrjuðu af krafti og var staðan 6-7 Stjörnumönnum í vil þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Þá skellti Grindavík í lás í vörninni og fór á 13-1 sprett næstu þrjár mínútur og réðu Stjörnumenn ekkert við varnarvinnu heimamanna. Stjörnumenn rönkuðu við sér þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og náðu að laga stöðuna úr 19-8 í 23-17 áður en leikhlutinn var úti. Nýji erlendi leikmaður Garðbæinga Nasir Robinson virtist vera sá eini með lífsmarki hjá Stjörnunni en nokkrir leikmenn Grindvíkinga voru að skora körfur og berjast af krafti í vörninni. Grindvíkingar fundu kraftinn aftur í upphafi annars leikhluta og voru komnir í 30-17 þegar 7:35 voru eftir af leikhlutanum. Héldu þeir forystunni í 12 til 13 stigum megnið af leikhlutanum en Dagur Kári Jónsson Kveikti í Stjörnumönnum með tveimur þriggja stiga körfum í röð og gestirnir löguðu stöðuna í 46-40 þegar flautað var til hálfleiks. Atkvæðamestu menn í hálfleik voru þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík með 14 stig og 4 fráköst. Nasir Robinson var með 12 stig og 4 fráköst hjá Stjörnunni. Teitur Örlygsson hefur lesið vel yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því Stjörnumenn komu út af miklum krafti. Þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af hálfleiknum voru Garðbæingar búnir að ná Grindvíkingum og jafna 51-51. Marvin Valdimarsson tók þá þriggja stiga skot sem hann nýtti og var brotið á honum um leið og hann skaut og nýtti hann vítið. Við þetta hitnaði í kolunum og liðin nánast skiptust á að skora næstu mínútur. Grindavík náði þó með góðri vörn að koma sér í átta stiga forustu en Stjörnumenn komu aftur og munaði tveimur stigum í lok þriðja leikhluta, 72-70. Varnarleikurinn virtist hverfa í upphafi fjórða leikhluta en liðin skiptust á að skora fyrri helming leikhlutans. Staðan var 85-82 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá skildu leiðir. Heimamenn hitnuðu rækilega fyrir utan þriggja stiga línuna og voru komnir í 10 stiga forystu þegar tæpar 2 mínútur voru til leiksloka, 100-90 og voru tilraunir Garðbæinga til að minnka forustu Grindvíkinga kæfðar um leið með góðu spili og þriggja stiga körfum heimamanna. Grindvíkingar sigldu svo leiknum heim með skynsemi seinustu mínúturnar og endaði leikurinn 105-96. Leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir komandi vetur en bæði lið sýndu á köflum flottar sóknir, baráttu og góðan varnarleik. Stigaskorið dreifðist vel hjá Grindvíkingum en aðeins tveir leikmenn þeirra komust á blað. Hjá Stjörnunni voru fjórir leikmenn með 10 stig eða meira og var Nasir Robinson atkvæðamestur með 32 stig.Grindavík-Stjarnan 105-96 (23-17, 23-23, 26-30, 33-26)Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 28/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 17, Þorleifur Ólafsson 14/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/5 fráköst, Kendall Leon Timmons 3/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 1.Stjarnan: Nasir Jamal Robinson 32/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 18, Justin Shouse 16/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 12/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 8, Fannar Freyr Helgason 7/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 2, Kristinn Jónasson 1/6 fráköst. Sverrir Þór Sverrisson: Ætlum okkur að vera í baráttunni um toppsætiðMynd/Daníel„Mér fannst leikurinn spilast ágætlega. Við byrjuðum af krafti en misstum þetta niður í nokkur stig rétt fyrir hálfleik. Svo var þetta barningur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta með stæl og var gaman að sjá hvað ungu strákarnir okkar stóðu sig vel“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga, um leikinn eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn Meistarar meistaranna árið 2013. Um ástandið á liði sínu sagði Sverrir: „Ég held að við séum á ágætis róli miðað við árstíma. Ég myndi segja að ástandið á liðinu væri nokkuð gott“. Bætti hann við um komandi vetur „Við ætlum okkur klárlega að vera í baráttunni um toppsætið. Við erum búnir að vera að leggja mikla vinnu í það og ég held að við séum algjörlega með lið til að vera í topp sætunum.“ „Það er bara ekki komin reynsla á hann“, sagði Sverrir um Kendall Timmons sem nýkominn er til landsins. „Hann þarf bara sinn tíma til að komast inn í hlutina, enda nýkominn. Hann skilaði samt ágætis mínútum í kvöld, var ekkert afgerandi, hann barðist og fer ég ekki fram á meira fyrst hann er nýkominn. Hann á eftir að sýna hvað í honum býr, ég efast ekki um það.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson: "Við ætlum að vinna þetta“Mynd/Daníel„Við byrjuðum vel en svo slökuðum við á og hleyptum þeim inn í leikinn. Við fórum að slaka á í vörninni og þeir skoruðu eins og þeir vildu. Þeir gerðu síðan það sama og við kláruðum leikinn“, hafði Sigurður Þorsteinsson að segja um leikinn sem fram fór í Röstinni í Grindavík í kvöld. Sigurður var stigahæstur sinna manna í kvöld og sagðist hann ekki geta kvartað yfir dagsverkinu. Hann kvaðst spenntur fyrir komandi vetri og líst vel á deildina. „Við erum nánast með sama lið og í fyrra, kaninn er náttúrulega nýlentur og hann er ekki kominn inn í þetta og það sást alveg í dag. Við erum náttúrulega ekki búnir að spila við öll liðin en það verða fimm til sex lið í baráttunni en við ætlum að vinna þetta.“ Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu leiksins frá blaðamanni Vísis og Fréttablaðsins..4. leikhluti | 105-96: Leiknum er lokið og eru Grindvíkingar meistarar meistaranna. Til hamingju.4. leikhluti | 104-94: Marvin Valdimarsson og Fannar Helgason voru að ljúka leik, 24 sek. eftir. Heimamenn virðast vera að sigla þessu heim.4. leikhluti | 104-92: Sigurður Þorsteinsson er kominn með 27 stig, hann skoraði flautukörfu þegar skotklukkan var að renna út. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 100-90: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 1:56 er eftir. Sverrir vill skerpa á sínum mönnum fyrir lokasprettinn. Þeir hafa verið að hitta vel fyrir utan línuna og spila fína vörn og er það sem skilur liðin að.4. leikhluti | 100-90: Grindvíkingar eru heitir fyrir utan línuna. 2:14 eftir.4. leikhluti | 93-86: Stjarnan með áhlaup en Grindavík slekkur með þriggja stiga skoti. 3:30 eftir.4. leikhluti | 90-82: Tvær þriggja stiga körfur í röð hjá heimamönnum og góður varnarleikur er að skila þeim 8 stiga forustu. 4:30 eftir.4. leikhluti | 85-82: Enn er skiptst á að skora. 5:04 eftir.4. leikhluti | 82-80: Leikhlé þegar 6:06 eru eftir, Sverrir þarf að ræða við sína menn. Það fer lítið fyrir varnarleik liðanna í fjórða leikhluta. Nasir Robinson hefur rofið 30 stiga múrinn, er með 32 stig.4. leikhluti | 80-78: Liðin skiptast á að skora hér á upphafsmínútum leikhlutans. 7:15 eftir.4. leikhluti | 74-72: Leikhlutinn er hafinn og Þorleifur Ólafsson skorar fyrstu stigin en Dagur Kári Jónsson svarar. 8:40 eftir.3. leikhluti | 72-70: Leikhlutanum er lokið, seinasta sókn Grindvíkinga rann út í sandinn. Stóru mennirnir, Sigurður Þorsteinsson og Nasir Robinson eru atkvæðamestir, með 23 og 26 stig. Justin Shouse og Kendall Timmons eru báðir með 4 villur.3. leikhluti | 72-70: 7 sekúndur eftir og Nasir Robinson var að skora og fékk villu að auki. Hann nýtti vítið.3. leikhluti | 72-67: Sofanda háttur í báðum vörnum. Nasir Robinson skorar síðan með löngu stökkskoti, hann er að sýna að menn þurfa að dekka hann aðeins lengra út í teig heldur en oft þarf með stóra menn. 38 sek. eftir.3. leikhluti | 68-63: Góð vörn hjá Stjörnunni og síðan gott sóknarfrákast hjá Nasir Robinson, sem fékk síðan villu en nýtti einungis annað vítið. 1:34 eftir.3. leikhluti | 68-60: Tveir stolnir boltar í röð hjá Grindvíkingum sem skilar sér í fjórum stigum. 2:40 eftir.3. leikhluti | 64-60: Örlítil forysta Grindvíkinga hérna, Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði með löngu stökkskoti og Jóhann Árni nýtti eitt víti af tveimur. 3:45 eftir.3. leikhluti | 58-58: Það er að hitna í kolunum í Grindavík. Leikur liðana er orðinn harðari en hann var í fyrri hálfleik og það er mikið brotið. Justin Shouse er kominn með fjórar villur. 5:20 eftir.3. leikhluti | 53-54: Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru að fá tæknivillu á haus fyrir kjaftbrúk. Jóhann Árni nýtti 3 af 4 vítum og forusta Stjörnumanna var skömm. 6:40 eftir.3. leikhluti | 51-51: Jahérna, Marvin Valdimarsson fór upp í þriggja stiga skot sem hann nýtti og var brotið á honum í leiðinni. Nýtti hann vítaskotið og það er jafnt. 7:12 eftir.3. leikhluti | 46-42: Atkvæðamestu mennirnir Sigurður Þorsteinsson og Nasir Robinson hafa skipst á að skora körfurnar hér í upphafi 3. leikhluta. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 46-42: Nasir Robinson opnar hálfleikinn með löngu stökkskoti. 9:12 eftir.Hálfleikur | 46-40: Grindavík með laglega sókn og körfu en Justin Shouse svaraði með sniðskoti eftir flott gegnumbrot. Jóhann Árni Ólafsson reyndi síðan þriggja stiga skot sem geigaði og þar með endaði hálfleikurinn.2. leikhluti | 42-36: Dagur Kári Jónsson með tvær þriggja stiga í röð fyrir Stjörnuna og Sigurður Þorsteinsson svarar með laglegu krókskoti. 1 mín eftir.2. leikhluti | 42-30: Mikið skorað þessa stundina. Justin Shouse var rétt í þessu að taka ruðning og Sverrir Sverris er ósáttur og tekur leikhlé. 2:18 eftir.2. leikhluti | 35-28: Jóhann Árni Ólafsson og Marvin Valdimarsson hafa skorað seinustu stig liðana, skemmtilegt einvígi að þróast?2. leikhluti | 33-23: Fannar Helgason er kominn með 3 villur, slæm tíðindi fyrir gestina. Nasir Robinson lítur hinsvegar vel út og er kominn með 12 stig. 4:30 eftir.2. leikhluti | 33-21: Kendall Timmons stimplar sig inn með þriggja stiga körfu en Marvin Valdimarsson svarar fyrir Stjörnuna með gegnumbroti og sniðskoti. 5:40 eftir.2. leikhluti | 30-17: Stjörnumenn nýta ekki vítin sín og fá síðan dæmdan ruðning á sig, það gengur hvorki né rekur í sóknarliek Stjörnunar þessar fyrstu mínútur. 7:35 eftir.2. leikhluti | 28-17: Teiti Örlygssyni líst ekki á sína menn og tekur leikhlé þegar 8:42 eru eftir af leihlutanum. Tvær sóknir Stjörnunar hafa farið í vaskinn, skref og léleg sending.2. leikhluti | 25-17: Leikhlutinn hafinn og Sigurður Þorsteinsson er búinn að bæta við tveimur stigum. 9:25 eftir.1. leikhluti | 23-17: Þorsteinn Ólafsson skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndum leikhlutans og er Grindavík með 6 stiga forustu. Sigurður Þorsteinsson er stigahæstur Grindvíkinga með 10 stig en Nasir Robinson hefur skorað 8 stig fyrir gestina.1. leikhluti | 20-17: 26 sek eftir og Stjarnan er komin í bónus í vítum. Ágætis rönn hjá Garðbæingum til að loka leikhlutanum.1. leikhluti | 20-14: Stjarnan er að vakna til lífsins hérna eftir ansi magrar mínútur. 1:45 eftir.1. leikhluti | 20-10: Loksins skoraði Stjarnan utan af velli. Robinson sá um það. 3:07 eftir.1. leikhluti | 19-8: 13-1 undanfarnar 3 mínútur. 4:08 eftir.1. leikhluti | 14-7: 8-0 runa hjá Grindavík, sóknarleikur Stjörnunar er ekki að ganga upp. 6 mín. eftir.1. leikhluti | 6-7: Fannar Helgason var að koma Stjörnunni yfir með þriggja stiga körfu en í kjölfarið fær hann sína aðra villu í vörninni og fær sér sæti á bekknum. 7:33 eftir.1. leikhluti | 4-4: Sigurður Þorsteinsson hefur skorað báðar körfur heimamanna Nasir Robinson sömuleiðis fyrir Stjörnuna. 8:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn og þar með körfuboltavertíðin er hafin. Góða skemmtun.Fyrir leik: Það eru fimm mínútur í leik og það er eitthvað vesen með skotklukkuna ofan á annari körfunni og eru tveir starfsmenn komnir upp í rjáfur til að reyna að redda málunum. Annars er allt gott að frétta, gott hip-hop í spilun og goðsagnirnar Jón Kr. Gíslason og Guðmundur Bragason mættir í stúkuna.Fyrir leik: Bæði lið hafa nýja erlenda leikmenn í sínum röðum frá því í fyrra. Stjarnan samdi við Bandaríkjamanninn Nasir Jamal Robinson en Jovan Zdravevski er farinn af landi brott. Grindavík samdi við Kendall Leon Timmons sem einnig er Bandaríkjamaður. Annars eru liðin lítið breytt þannig að það er víst að bæði lið eru með sterk lið á pappírnum fræga.Fyrir leik: Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Stjarnan mætir til leiks sem bikarmeistari árið 2013, hafandi unnið Grindavík í bikarúrslitaleiknum fyrr á þessu ári. Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistari, hafandi unnið Stjörnuna í úrslitaeinvíginu í æsispennandi keppni sem fór í oddaleik. Það ætti því að vera kominn ágætis rígur milli þessara liða og fáum við vonandi spennandi leik.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu á Vísir.is. Við ætlum að fylgjast með leik Grindavíkur og Stjörnunar um það hverjir verða meistarar meistarana þetta árið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum