Fríða skoraði fjögur og Avaldsnes komst í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 13:14 Fríða og Þórunn Helga áttu góðan leik í dag. Mynd/Twitter Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira