Körfubolti

KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki vorið 2011.
KR varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki vorið 2011. Mynd/Anton
KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna. Á kynningarfundinum var skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino's deildirnar í vetur.

KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Domnios-deild karla en Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Grindavík, er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

Keflavík, Njarðvík og Snæfell eru öll fyirr ofan Grindavík í spánni. KFÍ og Valur falla í 1. deild í vor samkvæmt spánni en nýliðar Haukar komast hinsvegar í úrslitakeppnina.

Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Domnios-deild kvenna en Valsliðið vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann sigur á Haukum í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Íslandsmeisturum Keflavíkur sem unnu Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudagskvöldið er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni sem myndi þýða að Keflavíkurliðið kæmist ekki í úrslitakeppnina.

Njarðvík er spáð falli úr 1. deild kvenna en nýliðum Hamars er spáð 7. sætinu.

Spá fyrir Dominos-deild karla 2013-14:

1. KR

2. Keflavík

3. Njarðvík

4. Snæfell

5. Grindavík

6. Stjarnan

7. Þór Þorlákshöfn

8. Haukar

9. Skallagrímur

10. ÍR

11. KFÍ

12. Valur

Spá fyrir Dominos-deild kvenna 2013-14:

1. Valur

2. Haukar

3. Grindavík

4. Snæfell

5. Keflavík

6. KR

7. Hamar

8. Njarðvík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×