Körfubolti

Stöð 2 Sport blæs til sóknar í körfuboltaumfjöllun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þegar samningurinn Stöð 2 Sport og KKÍ var undirritaður í dag.
Þegar samningurinn Stöð 2 Sport og KKÍ var undirritaður í dag. mynd / valli
Stöð 2 Sport mun blása til sóknar í umfjöllun sinni um íslenskan körfuknattleik en fyrr í dag var undirritaður samstarfssamningur milli  Körfuknattleikssambands Ísland og Stöð 2 Sport.

Stöðin mun sýna tíu leiki beint í Dominos-deild karla fram að úrslitakeppninni að auki verða fleiri leiki sýndir beint í úrslitakeppninni sjálfri.

Í Dominos-deild kvenna verða leikir í úrslitakeppninni sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, og Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ undirrituðu, nýjan tveggja ára samning við milli stöðvarinnar og KKÍ fyrr í dag.

Fyrsta beina útsending Stöð 2 Sport verður á fimmtudagskvöldið þegar Grindavík tekur á móti KR í Röstinni.

Hér að neðan má sjá þá leiki í Dominos deild karla sem verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport fram að jólum. 

10. október: Grindavík-KR

28. október: Njarðvík-Keflavík

4. nóvember: KR-Stjarnan

11. nóvember: Snæfell-Grindavík

25. nóvember: Þór Þorlákshöfn-Skallagrímur

9. desember: Stjarnan-KFÍ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×