Körfubolti

KR, Keflavík og Njarðvík áfram ósigruð - úrslitin í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig fyrir KR í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig fyrir KR í kvöld. Mynd/Vilhelm
KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir sigra í kvöld. Stjarnan og Grindavík unnu líka bæði stóra sigra á útivelli.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 23 stig og Darri Hilmarsson var með 18 stig og 6 stoðsendingar þegar KR vann 105-88 sigur á ÍR í Seljaskólanum. KR hefur unnið alla fimm leiki sína og tryggir sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Snæfelli á heimavelli á sunnudagskvöldið.

Darrel Keith Lewis skoraði 24 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 17 stig á móti sínum gömlu félögum þegar Keflavík vann 92-68 sigur á Tindastól á Sauðárkróki. Keflavíkur hefur eins og KR unnið alla fimm leiki sína.

Marvin Valdimarsson skoraði 26 stig fyrir Stjörnunar í 118-59 stórsigri á Hamar í Hveragerði en hinn ungi Dagur Kár Jónsson  bætti við 22 stigum.

Mike Cook Jr og Nemanja Sovic voru báðir með 18 stig þegar Þór Þorlákshöfn vann 81-74 sigur á Haukum en það dugði Hafnfirðingum ekki að Terrence Watson var með 26 stig, 20 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 varin skot.

Jóhann Árni Ólafsson skoraði 18 stig, hinn ungi Hilmir Kristjánsson var með 15 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 14 stigum, 13 fráköstum og 6 stoðsendingum þegar Grindavík vann 101-72 sigur á Val á Hlíðarenda.

Jason Smith var með 40 stig þegar KFÍ vann 72-65 sigur á Skallagrími á Ísafirði en Mirko Stefán Virijevic bætti við 11 stigum og 13 fráköstum.

Sigurður Á. Þorvaldsson skoraði 23 stig og Zachary Jamarco Warren var með 22 stig þegar Snæfell vann 102-63 sigur á Blikum í Smáranum en Jerry Lewis Hollis var með 34 stig fyrir Blika.



Úrslit - Fyrirtækjabikar karla

A-riðill

Tindastóll-Keflavík 68-92 (19-23, 20-24, 13-29, 16-16)

Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 16/8 fráköst, Antoine Proctor 14, Pétur Rúnar Birgisson 12/6 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 11/5 fráköst, Darrell Flake 8/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5/4 fráköst, Ingimar Jónsson 2.

Keflavík: Darrel Keith Lewis 24/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 17/4 fráköst, Michael Craion 14/14 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 13/4 fráköst, Valur Orri Valsson 11, Gunnar Ólafsson 11, Hafliði Már Brynjarsson 2.



Valur-Grindavík 72-101 (19-36, 19-20, 18-24, 16-21)

Valur: Chris Woods 28/10 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 11/6 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Benedikt Skúlason 10/6 fráköst, Ragnar Gylfason 5, Jens Guðmundsson 5, Benedikt Blöndal 4/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 4/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 3/4 fráköst, Hlynur Logi Víkingsson 2.

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 18/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 15/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/13 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Christopher Stephenson 10, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst/3 varin skot, Jón Axel Guðmundsson 8/6 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 6/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Hinrik Guðbjartsson 3, Ármann Vilbergsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 2/9 stoðsendingar.



Fyrirtækjabikar karla, B-riðill

Fjölnir-Njarðvík 82-100



Þór Þ.-Haukar 81-74 (24-16, 22-21, 23-21, 12-16)

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 18, Nemanja Sovic 18/11 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 14, Emil Karel Einarsson 12/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 11, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7/11 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 1/4 fráköst.

Haukar: Terrence Watson 26/20 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Emil Barja 13/11 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 10/4 fráköst, Kári Jónsson 6, Sigurður Þór Einarsson 5, Haukur Óskarsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Svavar Páll Pálsson 3, Kristján Leifur Sverrisson 2/4 fráköst.



Fyrirtækjabikar karla, C-riðill

Hamar-Stjarnan 59-118 (16-31, 15-25, 13-32, 15-30)

Hamar: Bragi Bjarnason 12/4 fráköst, Ingvi Guðmundsson 11/6 fráköst, Sigurbjörn Jónasson 11, Emil F. Þorvaldsson 6, Mikael Rúnar Kristjánsson 6/6 fráköst, Stefán Halldórsson 5/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 3/5 fráköst, Aron Freyr Eyjólfsson 3/6 fráköst, Danero Thomas 2.

Stjarnan: Marvin Valdimarsson 26/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 20/10 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Sæmundur Valdimarsson 12/7 fráköst, Justin Shouse 9/10 stoðsendingar/6 stolnir, Sigurður Dagur Sturluson 5, Magnús Bjarki Guðmundsson 4, Christopher Sófus Cannon 3.



KFÍ-Skallagrímur 72-65 (23-15, 23-21, 13-15, 13-14)

KFÍ: Jason Smith 40/4 fráköst/6 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 11/13 fráköst, Leó Sigurðsson 8, Jón Hrafn Baldvinsson 6/10 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 3, Jóhann Jakob Friðriksson 2, Björgvin Snævar Sigurðsson 2.

Skallagrímur: Grétar Ingi Erlendsson 15/4 fráköst, Orri Jónsson 15/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 9, Davíð Guðmundsson 8/5 fráköst, Egill Egilsson 7/14 fráköst, Trausti Eiríksson 5/4 fráköst, Sigursteinn Orri Hálfdánarson 3, Sigurður Þórarinsson 3/7 fráköst.



Fyrirtækjabikar karla, D-riðill

Breiðablik-Snæfell 63-102 (18-19, 23-27, 15-28, 7-28)

Breiðablik: Jerry Lewis Hollis 34/9 fráköst, Halldór Halldórsson 7/4 fráköst, Kjartan Ragnars Kjartansson 7/6 fráköst, Þórir Sigvaldason 6, Svavar Geir Pálmarsson 3, Egill Vignisson 3, Snorri Vignisson 2/4 fráköst, Björn Kristjánsson 1.

Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23, Zachary Jamarco Warren 22/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Kristján Pétur Andrésson 7, Stefán Karel Torfason 7/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5, Óttar Sigurðsson 3, Snjólfur Björnsson 2.



ÍR-KR 88-105 (16-25, 26-29, 20-22, 26-29)

ÍR: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 23, Terry Leake Jr. 20/14 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 16/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 11/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/5 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/4 fráköst.

KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Darri Hilmarsson 18/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 13, Jón Orri Kristjánsson 10, Pavel Ermolinskij 10/12 fráköst/12 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 10, Darri Freyr Atlason 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6/7 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×