Körfubolti

Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Johnston er nýr þjálfari Keflavíkur.
Andy Johnston er nýr þjálfari Keflavíkur. Mynd/Vilhelm
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld.

Keflvíkingar eru greinilega til alls líklegir undir stjórn Bandaríkjamannsins Andy Johnston sem tók við liðinu af Sigurði Ingimundarsyni fyrir tímabilið.

Darrel Keith Lewis skoraði 22 stig fyrir Keflavík, Michael Craion var með 18 stig og 12 fráköst, Ragnar Albertsson skoraði 11 stig, Valur Orri Valsson kom inn af bekknum með 10 stig og 11 stoðsendingar og Magnús Þór Gunnarsson var með 10 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 12 stig fyrir Snæfell, Stefán Karel Torfason var með 11 stig og 9 fráköst og Zachary Warren skoraði 11 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Keflvíkingar tóku öll völd strax í byrjun leiks, liðið komst í 28-8 og var 30-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Michael Craion (12) og Darell Lewis (19) voru saman með 22 stig fyrstu tíu mínútur leiksins.

Keflavík var síðan 28 stigum yfir í hálfleik, 58-39, og löngu ljóst að Keflvíkingar voru að fara í úrslitaleikinn.

Snæfell skoraði átta fyrstu stig seinni hálfleiks og náði að minnka muninn niður í 22 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-53.

Keflavík gaf hinsvegar ekki meira eftir og kláraði leikinn með sannfærandi hætti. Snæfellingar þurfa því heldur betur að taka til hjá sér fyrir fyrstu umferð Dominos-deildarinnar.



Keflavík-Snæfell 96-70 (30-12, 28-18, 17-23, 21-17)

Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/6 fráköst, Michael Craion 18/12 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 11, Valur Orri Valsson 10/11 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 10, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Andri Daníelsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2.

Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Zachary Jamarco Warren 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 11/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 9, Jón Ólafur Jónsson 7, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×