Sigrar hjá ÍR og Haukum í Olís-deildinni 28. september 2013 17:29 Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka. Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag. ÍR lagði þá Akureyri á meðan Haukar unnu í Eyjum. ÍR vann Akureyri 27-23 eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik, 14-13. Kristófer Fannar Guðmundsson átti flottan leik í marki ÍR og frammistaða hans vóg þungt í lokin. Eyjamenn tóku á móti Haukum í dag í annarri umferð Olís-deildar karla en liðin mættust í gamla salnum í Vestmannaeyjum Haukarnir unnu leikinn með 12 marka mun en þeir geta þakkað frábærum seinni hálfleik fyrir það. Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 1-4 eftir um það bil 10 mínútna leik en þá tóku Eyjamenn við sér og jöfnuðu í 10-10. Eftir það skiptust liðin á að skora og staðan í hálfleik 10-10 og allt stefndi í hörkuleik. Í seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn á því að skora og komust í 11-10 en eftir það sáu þeir aldrei til sólar því þegar 20 mínútur voru eftir voru Haukarnir komnir í fimm marka forskot, 13-18. Markmaður Hauka hann Giedrius Morkunas átti stórleik í markinu en hann varði um 20 skot í leiknum Á 50. mínútu fékk Sindri Haraldsson rautt spjald fyrir það að fara full harkalega í Sigurberg Sveinsson leikmann Hauka. Eftir að hann fékk rautt spjald datt leikur Eyjamanna algjörlega niður og þá gjörsamlega keyrðu Haukarnir yfir Eyjamenn og unnu loks leikinn með 12 mörkum eða 18-30. Sigurbergur Sveinsson var potturinn og pannan í öllum leik Hauka og skoraði 11 mörk í leiknum. Bæði lið eru því með 2 stig í deildinni eftir leiki dagsins en Eyjamenn sóttu sigur í Austurberg í seinustu umferð á meðan að lærisveinar Ólafs Stefánssonar sigruðu Hauka í Vodafone-höllinni.Patrekur Jóhannesson: Ánægður með seinni hálfleikinn „Þetta var jafnt í byrjum, við leiddum yfirleitt með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en svo komu þeir og jöfnuðu. Seinni hálfleikurinn var góður og við náðum að leysa þeirra vörn nokkuð vel og ég er mjög ánægður með það“ sagði Patrekur Jóhannesson eftir sigur sinna manna í Haukum á nýliðum Eyjamanna í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. „Ég tek á mig tapið gegn Val, ég var ekki nógu klókur að nota alla þessa góðu menn sem að ég er með og var fastur í sömu mönnunum. Ég var betri í dag og strákarnir líka,“ bætti Patrekur við en hann var gríðarlega sáttur með sína stráka í seinni hálfleiknum en þeir spiluðu nánast óaðfinnanlegan handbolta. Haukarnir taka á móti FH-ingum í svokölluðum „derby-slag“ í næstu umferð. Patrekur er mjög spenntur fyrir því og segir þennan leik hafa verið góðan undirbúning.Gunnar Magnússon: Skelfilegur seinni hálfleikur „Seinni hálfleikurinn var skelfilegur, við brotnum alveg niður. Vörnin var léleg og engin markvarsla og svo förum við að slútta snemma í sókninni,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Eyjamanna eftir fyrsta tapleik sinn með liðið en þetta er einungis annar leikur hans með liðið. „Ég vil hrósa Haukunum, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum. Markmaðurinn var frábær og Beggi var heitur í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Eyjamenn voru einnig undir í hálfleik gegn ÍR en náðu að snúa þeim leik sér í vil en það sama var ekki uppi á teningnum í dag. „Við fengum þarna smá mótlæti í byrjun seinni hálfleiks, í Austurbergi þá komum við til baka en við brotnum í dag.“Úrslit:ÍR-Akureyri 27-23 Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9, Sturla Ásgeirsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1. Mörk Akureyrar: Valþór Atli Guðrúnarson 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Bjarni Fritzson 4, Þrándur Gíslason Roth 4, Sigþór Árni Heimisson 2, Gunnar Malmquist 1.ÍBV-Haukar 18-30 Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 4, Filip Scepanovic 3, Grétar Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Matjaz Mlakar 2, Magnús Stefánsson 1, Guðni Ingvarsson 1. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Elías Már Halldórsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Brynjólfur Brynjólfsson 1, Einar Pétursson 1. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag. ÍR lagði þá Akureyri á meðan Haukar unnu í Eyjum. ÍR vann Akureyri 27-23 eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik, 14-13. Kristófer Fannar Guðmundsson átti flottan leik í marki ÍR og frammistaða hans vóg þungt í lokin. Eyjamenn tóku á móti Haukum í dag í annarri umferð Olís-deildar karla en liðin mættust í gamla salnum í Vestmannaeyjum Haukarnir unnu leikinn með 12 marka mun en þeir geta þakkað frábærum seinni hálfleik fyrir það. Haukarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust meðal annars í 1-4 eftir um það bil 10 mínútna leik en þá tóku Eyjamenn við sér og jöfnuðu í 10-10. Eftir það skiptust liðin á að skora og staðan í hálfleik 10-10 og allt stefndi í hörkuleik. Í seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn á því að skora og komust í 11-10 en eftir það sáu þeir aldrei til sólar því þegar 20 mínútur voru eftir voru Haukarnir komnir í fimm marka forskot, 13-18. Markmaður Hauka hann Giedrius Morkunas átti stórleik í markinu en hann varði um 20 skot í leiknum Á 50. mínútu fékk Sindri Haraldsson rautt spjald fyrir það að fara full harkalega í Sigurberg Sveinsson leikmann Hauka. Eftir að hann fékk rautt spjald datt leikur Eyjamanna algjörlega niður og þá gjörsamlega keyrðu Haukarnir yfir Eyjamenn og unnu loks leikinn með 12 mörkum eða 18-30. Sigurbergur Sveinsson var potturinn og pannan í öllum leik Hauka og skoraði 11 mörk í leiknum. Bæði lið eru því með 2 stig í deildinni eftir leiki dagsins en Eyjamenn sóttu sigur í Austurberg í seinustu umferð á meðan að lærisveinar Ólafs Stefánssonar sigruðu Hauka í Vodafone-höllinni.Patrekur Jóhannesson: Ánægður með seinni hálfleikinn „Þetta var jafnt í byrjum, við leiddum yfirleitt með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en svo komu þeir og jöfnuðu. Seinni hálfleikurinn var góður og við náðum að leysa þeirra vörn nokkuð vel og ég er mjög ánægður með það“ sagði Patrekur Jóhannesson eftir sigur sinna manna í Haukum á nýliðum Eyjamanna í Íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. „Ég tek á mig tapið gegn Val, ég var ekki nógu klókur að nota alla þessa góðu menn sem að ég er með og var fastur í sömu mönnunum. Ég var betri í dag og strákarnir líka,“ bætti Patrekur við en hann var gríðarlega sáttur með sína stráka í seinni hálfleiknum en þeir spiluðu nánast óaðfinnanlegan handbolta. Haukarnir taka á móti FH-ingum í svokölluðum „derby-slag“ í næstu umferð. Patrekur er mjög spenntur fyrir því og segir þennan leik hafa verið góðan undirbúning.Gunnar Magnússon: Skelfilegur seinni hálfleikur „Seinni hálfleikurinn var skelfilegur, við brotnum alveg niður. Vörnin var léleg og engin markvarsla og svo förum við að slútta snemma í sókninni,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Eyjamanna eftir fyrsta tapleik sinn með liðið en þetta er einungis annar leikur hans með liðið. „Ég vil hrósa Haukunum, þeir voru betri en við í dag á öllum sviðum. Markmaðurinn var frábær og Beggi var heitur í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Eyjamenn voru einnig undir í hálfleik gegn ÍR en náðu að snúa þeim leik sér í vil en það sama var ekki uppi á teningnum í dag. „Við fengum þarna smá mótlæti í byrjun seinni hálfleiks, í Austurbergi þá komum við til baka en við brotnum í dag.“Úrslit:ÍR-Akureyri 27-23 Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9, Sturla Ásgeirsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1. Mörk Akureyrar: Valþór Atli Guðrúnarson 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Bjarni Fritzson 4, Þrándur Gíslason Roth 4, Sigþór Árni Heimisson 2, Gunnar Malmquist 1.ÍBV-Haukar 18-30 Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 4, Filip Scepanovic 3, Grétar Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Matjaz Mlakar 2, Magnús Stefánsson 1, Guðni Ingvarsson 1. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Elías Már Halldórsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Brynjólfur Brynjólfsson 1, Einar Pétursson 1.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira