Margt býr í myrkrinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. september 2013 09:17 Foreldrar mínir bjuggu um skeið í Malaví í Afríku. Þar hefur tíminn að sumu leyti staðið í stað og pabbi hefur sagt mér að fólk hefur ekki fjarlægst náttúruna með sama hætti og við. Þar sögðust foreldrar mínir hafa kynnst fólki sem var ánægðara með sitt hlutskipti en nokkur annar sem þau þekktu, þó að fátækt og mannskæðir sjúkdómar væru hluti af þeirra daglega lífi. Foreldrar mínir hafa sagt mér margar sögur af samspili dýra og fólks í þorpum við Malavívatn. Þar er flóðhesturinn til að mynda gjarnan ógnvaldur söguhetjunnar. Í hverju þorpi er til saga af flóðhestum, sem drepa fólk. Það er meira og minna sama sagan, en alltaf á hún sér stað í heimaþorpi sögumanns. Alls staðar eru til óskráðar reglur um hvernig beri að umgangast flóðhesta, sem eru um allt. Þeir sem sleppa úr klóm flóðhesta og tekst að flæma þá útí vatnið eru miklar hetjur í augum þorpsbúa. Þeim hefur tekist að forða yfirvofandi ógæfu. Í hverju þorpi eru líka vaktmenn, sem gæta þorpsbúa meðan dimmt er, frá kvöldi til morguns. Þeir óttast ekki þjófa og ræningja heldur villidýr. Ekki dregur það úr, að þarna er ekki rafmagn og því ekki götulýsing, ekki einu sinni lýsing á heimilum – og margt býr í myrkrinu. Munurinn á vaktmanni dagsins í dag og vaktmanninum fyrir þúsund árum er kannski sá, að byssa hefur komið í stað spjóts, hugsanlega á hann vasaljós. Varð bara hugsað til þessa þegar ég vafraði á internetinu og fann þar til sölu einhverskonar raf-leðurarmband sem segir manni hvenær maður á að borða, sofa og hreyfa sig. Ég sé dálítið eftir að hafa slegið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Foreldrar mínir bjuggu um skeið í Malaví í Afríku. Þar hefur tíminn að sumu leyti staðið í stað og pabbi hefur sagt mér að fólk hefur ekki fjarlægst náttúruna með sama hætti og við. Þar sögðust foreldrar mínir hafa kynnst fólki sem var ánægðara með sitt hlutskipti en nokkur annar sem þau þekktu, þó að fátækt og mannskæðir sjúkdómar væru hluti af þeirra daglega lífi. Foreldrar mínir hafa sagt mér margar sögur af samspili dýra og fólks í þorpum við Malavívatn. Þar er flóðhesturinn til að mynda gjarnan ógnvaldur söguhetjunnar. Í hverju þorpi er til saga af flóðhestum, sem drepa fólk. Það er meira og minna sama sagan, en alltaf á hún sér stað í heimaþorpi sögumanns. Alls staðar eru til óskráðar reglur um hvernig beri að umgangast flóðhesta, sem eru um allt. Þeir sem sleppa úr klóm flóðhesta og tekst að flæma þá útí vatnið eru miklar hetjur í augum þorpsbúa. Þeim hefur tekist að forða yfirvofandi ógæfu. Í hverju þorpi eru líka vaktmenn, sem gæta þorpsbúa meðan dimmt er, frá kvöldi til morguns. Þeir óttast ekki þjófa og ræningja heldur villidýr. Ekki dregur það úr, að þarna er ekki rafmagn og því ekki götulýsing, ekki einu sinni lýsing á heimilum – og margt býr í myrkrinu. Munurinn á vaktmanni dagsins í dag og vaktmanninum fyrir þúsund árum er kannski sá, að byssa hefur komið í stað spjóts, hugsanlega á hann vasaljós. Varð bara hugsað til þessa þegar ég vafraði á internetinu og fann þar til sölu einhverskonar raf-leðurarmband sem segir manni hvenær maður á að borða, sofa og hreyfa sig. Ég sé dálítið eftir að hafa slegið til.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun