Sigur Rós kemur fram í Game of Thrones Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. september 2013 10:46 Sigur Rós mun koma fram í nýjustu þáttaröðinni af Game of Thrones. Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones sem hefur notið gífurlegra vinsælda á síðustu árum. Meðlmir sveitarinnar eru samkvæmt heimildum Entertainment Weekley staddir í Króatíu þar sem tökur á fjórðu þáttaröðinni fer fram. Ekki er ljóst hvert hlutverk sveitarinnar verður en þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir Sigur Rós, eru í tökum um þessar mundir. Líklegast þykir að sveitin flytji lag í þættinum. Framleiðendur þáttanna, David Benoff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rós og munu hafa hlustað mikið á sveitina meðan þeir dvöldu hér á landi við tökur á þáttaröðinni. Sigur Rós er ekki fyrsta sveitin til að koma fram í þáttaröðinni því Coldplay og Snow Patrol hafa einnig farið með lítið hlutverk í þáttunum. The National flutti frumsamið lag í þættinum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Sigur Rós kemur fram í sjónvarpsþætti. Sveitin kom einnig fram í þætti The Simpsons fyrir skömmu. Eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fer Hafþór Júlíus Björnsson með veigamikið hlutverk í nýrri þáttaröð. Hann mun leika Gregor Clegane í þáttaröðinni en sá karakter gengur einnig undir gælunafninu The Mountain. Tökur á þáttaröðinni hafa einnig fram fram hér á landi og því er tengin þáttarins við Ísland nokkuð stór og mikil. Fjórða þáttaröðin af Game of Thrones mun hefja göngu sína næsta vor. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram í fjórðu sjónvarpsþáttaröðinni af Game of Thrones sem hefur notið gífurlegra vinsælda á síðustu árum. Meðlmir sveitarinnar eru samkvæmt heimildum Entertainment Weekley staddir í Króatíu þar sem tökur á fjórðu þáttaröðinni fer fram. Ekki er ljóst hvert hlutverk sveitarinnar verður en þeir Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir Sigur Rós, eru í tökum um þessar mundir. Líklegast þykir að sveitin flytji lag í þættinum. Framleiðendur þáttanna, David Benoff og Dan Weiss, eru miklir aðdáendur Sigur Rós og munu hafa hlustað mikið á sveitina meðan þeir dvöldu hér á landi við tökur á þáttaröðinni. Sigur Rós er ekki fyrsta sveitin til að koma fram í þáttaröðinni því Coldplay og Snow Patrol hafa einnig farið með lítið hlutverk í þáttunum. The National flutti frumsamið lag í þættinum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Sigur Rós kemur fram í sjónvarpsþætti. Sveitin kom einnig fram í þætti The Simpsons fyrir skömmu. Eins og greint hefur verið frá hér á Vísi fer Hafþór Júlíus Björnsson með veigamikið hlutverk í nýrri þáttaröð. Hann mun leika Gregor Clegane í þáttaröðinni en sá karakter gengur einnig undir gælunafninu The Mountain. Tökur á þáttaröðinni hafa einnig fram fram hér á landi og því er tengin þáttarins við Ísland nokkuð stór og mikil. Fjórða þáttaröðin af Game of Thrones mun hefja göngu sína næsta vor.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira