Bíó og sjónvarp

Þetta er frábært tækifæri

Hrefna Hagalín framleiddi myndina Monika sem hefur valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni RIFF.
Hrefna Hagalín framleiddi myndina Monika sem hefur valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Mynd/Hrefna Hagalín




Kvikmyndin Monika, sem er útskriftarverkefni Gunnu Helgu Sváfnisdóttur, frá Kvikmyndaskóla Íslands, hefur verið valin til sýningar á kvikmyndhátíðinni RIFF- Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík ,sem verður haldin dagana 26. september til 6. október næstkomandi.



Hrefna Haglín, frænka Gunnu, framleiddi myndina og segir það vera frábært tækifæri fyrir leikstjóra að vera boðið að sýna á RIFF.  „Þetta er fyrst og fremst frábær kynning á myndinni og í leiðinni kemst maður í kynni við annað fólk innan kvikmyndageirans.



Monika fjallar um stúlku sem hefur alltaf verið fyrirmyndar samfélagþegn, eiginkona, nemandi og starfsmaður, en streitist á móti þegar fullkomnun virðist algjör. Hún gerir sér grein fyrir því að hingað til hefur allt verið metið á andlausan mælikvarða; einkunnir, álit annarra og launatékkar. Hún  heldur því í andlegt ferðalag sem tekur á, en er að lokum þess virði.   



Hrefna segir að tökur myndarinnar hafi gengið vel  og að teymið hafi verið sannkallað draumateymi. "Pabbi Gunnu, hann Sváfnir Sigurðarson, samdi tónlistina í myndinni og allir tökustaðirnir voru innan fjölskyldunnar. Þetta er því hálfgert fjölskylduverkefni segir,“ Hrefna glaðleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×