Bíó og sjónvarp

Colin Firth talar fyrir Paddington

Colin Firth talar fyrir Paddington.
Colin Firth talar fyrir Paddington.
Enski leikarinn Colin Firth mun ljá Paddington rödd sína í nýrri kvikmynd um þennan fræga björn sem er í bígerð.

Aðrir leikarar í kvikmyndinni verða Hugh Bonnevie, Nicole Kidman, Julie Walters og Jim Broadbent. Paddington sjálfur verður tölvugerður.



Paddington er þekktur fyrir ást sína á samlokum með marmelaði og er nefndur eftir lestarstöðinni í London. Hann birtist lesendum fyrst í bók Michael Bond, A Bear Called Paddington, sem kom út árið 1958. Barnabækurnar um Paddington hafa selst í yfir 35 milljónum eintaka.



Maðurinn á bak við kvikmyndina er David Heyman sem framleiddi Harry Potter-myndirnar. Leikstjóri verður Paul King.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×