„Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Orri Freyr Rúnarsson skrifar 13. september 2013 11:48 Major Lazer Bandaríski tónlistarmaðurinn Jillionaire úr hinni vinsælu danshljómsveit Major Lazer var í viðtali við Rolling Stone tímaritið og ræddi þar m.a. um dauðsföll sem urðu á Electric Zoo tónlistarhátíðinni þar sem að tvö ungmenni létu lífið eftir neyslu á MDMA. „Þetta mun eflaust hljóma undarlega en við verðum að kenna krökkum hvernig á að neyta eiturlyfja á sama hátt og við kennum þeim að drekka áfengi með ábyrgum hætti og að stunda öruggt kynlíf. Ef þú ert að fara á hátíð, drekktu vatn í sex daga áður en þú mætir á svæðið, ekki drekka neitt áfengi. Ef þú ætlar að gleypa eina og hálfa pillu, ekki taka fjórar í viðbót, falla í yfirlið, ofhitna og deyja úr hjartastoppi. Í staðinn fyrir að láta eins og eiturlyf séu ekki til þurfum við að viðurkenna að þau séu á þessum hátíðum og við þurfum að takast á við það.“ Neysla á MDMA, oft nefnt Molly, hefur verið mikið í umræðunni hérlendis að undanförnu og hafa margir kvartað undan ábyrgðarlausri umfjöllun fjölmiðla um málið. Það má því spyrja sig hvert sé hlutverk fjölmiðla í slíkum málum? Eiga þeir að gegna hlutverki einhverskonar siðferðispostula og hlífa sauðsvörtum almúganum fyrir öllum þeim viðbjóði sem þrífst í samfélaginu? Eða er hlutverk fjölmiðla frekar að reyna að spegla samfélagið á hlutlausan hátt og fjalla um það sem er að gerast hverju sinni? Að lokum má vitna í Diplo, sem einnig er í sveitinni Major Lazer, en hann sagði við Rolling Stone: „Við erum í svo íhaldssamri menningu að við viljum frekar sleppa því að ræða hluti sem kakkar vilja gera, þrátt fyrir að þau gera þessa hluti hvort sem er. Við hunsum vandamálið í þeirri von að það hverfi.“ Diplo hélt svo áfram: „Þetta mun gerast, þú getur ekki stjórnað því. Að fordæma þessar hátíðir mun engu breyta því krakkarnir munu ennþá vilja fara á þær.“ Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon
Bandaríski tónlistarmaðurinn Jillionaire úr hinni vinsælu danshljómsveit Major Lazer var í viðtali við Rolling Stone tímaritið og ræddi þar m.a. um dauðsföll sem urðu á Electric Zoo tónlistarhátíðinni þar sem að tvö ungmenni létu lífið eftir neyslu á MDMA. „Þetta mun eflaust hljóma undarlega en við verðum að kenna krökkum hvernig á að neyta eiturlyfja á sama hátt og við kennum þeim að drekka áfengi með ábyrgum hætti og að stunda öruggt kynlíf. Ef þú ert að fara á hátíð, drekktu vatn í sex daga áður en þú mætir á svæðið, ekki drekka neitt áfengi. Ef þú ætlar að gleypa eina og hálfa pillu, ekki taka fjórar í viðbót, falla í yfirlið, ofhitna og deyja úr hjartastoppi. Í staðinn fyrir að láta eins og eiturlyf séu ekki til þurfum við að viðurkenna að þau séu á þessum hátíðum og við þurfum að takast á við það.“ Neysla á MDMA, oft nefnt Molly, hefur verið mikið í umræðunni hérlendis að undanförnu og hafa margir kvartað undan ábyrgðarlausri umfjöllun fjölmiðla um málið. Það má því spyrja sig hvert sé hlutverk fjölmiðla í slíkum málum? Eiga þeir að gegna hlutverki einhverskonar siðferðispostula og hlífa sauðsvörtum almúganum fyrir öllum þeim viðbjóði sem þrífst í samfélaginu? Eða er hlutverk fjölmiðla frekar að reyna að spegla samfélagið á hlutlausan hátt og fjalla um það sem er að gerast hverju sinni? Að lokum má vitna í Diplo, sem einnig er í sveitinni Major Lazer, en hann sagði við Rolling Stone: „Við erum í svo íhaldssamri menningu að við viljum frekar sleppa því að ræða hluti sem kakkar vilja gera, þrátt fyrir að þau gera þessa hluti hvort sem er. Við hunsum vandamálið í þeirri von að það hverfi.“ Diplo hélt svo áfram: „Þetta mun gerast, þú getur ekki stjórnað því. Að fordæma þessar hátíðir mun engu breyta því krakkarnir munu ennþá vilja fara á þær.“
Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Enginn vill heyra nýja tónlist frá Smashing Pumpkins Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon