Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Frosti Logason skrifar 15. september 2013 19:21 Varg Vikernes líkti fangelsisdvöl sinni við vist í klaustri. Norski tónlistarmaðurinn Varg Vikernes segir að hann hafi aldrei fengið stefnuyfirlýsingu Anders Breivik í hendurnar. Hann hafi hvorki hlaðið henni niður af netinu né fengið hana senda í pósti eins og franska lögreglan hélt fram fyrr í sumar þegar hún réðst til inngöngu á heimili Vargs í Corrèze í Frakklandi. Varg tjáir sig ítarlega í nýlegu viðtali á YouTube um atburðina sem áttu sér stað á heimili hans þann 16. júlí síðastliðinn. Þá var hann ásamt sambýliskonu sinni handtekinn og sakaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og þá kom fram í fjölmiðlum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Í viðtalinu lýsa Varg og sambýliskona hans ítarlega aðdragandanum og því sem gerðist þennan örlagaríka dag en þau hafa falið lögfræðingi að kanna hugsanlega málsókn á hendur franska ríkinu vegna málsins. Fjölmiðlar máluðu Varg ýmist upp sem Aðdáanda Breiviks eða skoðanabróðir hans í umfjöllunum um málið en Varg segist hvorki botna upp né niður í þeirri samlíkingu. „Hann er barnamorðingi og hryðjuverkamaður. Ég hef því ekkert gott um hann að segja. Það veldur mér áhyggjum að þeir skuli vera að tengja hann við mig. Mér finnst það í raunninni óskiljanlegt þar sem ég hef margsinnis lýst yfir andstyggð minni á honum og gjörðum hans,“ sagði Varg þegar hann var spurður hvað honum finndist í raun og veru um Breivik.Varg kemur vel fyrir af nýnasista af vera. Þessi mynd er frá árinu 1997.Mynd/Vestad, Roar/ScanpixVarg var árið 1994 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir íkveikjur og morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara blackmetal-sveitarinnar Mayhem, árið áður. Hann útskýrir einnig í viðtalinu hvernig það allt saman kom til og færir rök fyrir því að það hafi að stórum hluta verið mistúlkað. Morðið hafi í raun verið hálfgerð nauðvörn og alls ekki eins brjálæðislegt og það hljómaði í fyrstu. Varg kemur vel fyrir af nýnasista að vera. Hann sat í um það bil sextán ár í fangelsi fyrir morðið og íkveikjurnar en segist í dag líta á þann tíma sem þvingaða dvöl í klaustri. Þar gat hann lesið bækur, horft á heimildarmyndir og ræktað sál og líkama án utanaðkomandi truflunar. Varg gaf líka út bækur og geisladiska á meðan á þeirri dvöl stóð. Hann nýtti tímann vel. Viðtalið sem er langt og ítarlegt er myndskreytt með gömlu klippum úr bandarísku kvikmyndinni The Trial eftir Orson Welles. Sú mynd var gerð eftir samnefndri sögu Franz Kafka en það má vel greina á lýsingum Vikernes að upplifun hans á handtökunni í sumar hafi verið mjög kafkísk ef svo má segja. Þetta er talsvert langt myndband en afar fróðlegt. Við mælum með þessu fyrir svefninn í kvöld. Harmageddon Hryðjuverk í Útey Mest lesið Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Vinsælasta söngkona Póllands á Íslandi Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon
Norski tónlistarmaðurinn Varg Vikernes segir að hann hafi aldrei fengið stefnuyfirlýsingu Anders Breivik í hendurnar. Hann hafi hvorki hlaðið henni niður af netinu né fengið hana senda í pósti eins og franska lögreglan hélt fram fyrr í sumar þegar hún réðst til inngöngu á heimili Vargs í Corrèze í Frakklandi. Varg tjáir sig ítarlega í nýlegu viðtali á YouTube um atburðina sem áttu sér stað á heimili hans þann 16. júlí síðastliðinn. Þá var hann ásamt sambýliskonu sinni handtekinn og sakaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og þá kom fram í fjölmiðlum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Í viðtalinu lýsa Varg og sambýliskona hans ítarlega aðdragandanum og því sem gerðist þennan örlagaríka dag en þau hafa falið lögfræðingi að kanna hugsanlega málsókn á hendur franska ríkinu vegna málsins. Fjölmiðlar máluðu Varg ýmist upp sem Aðdáanda Breiviks eða skoðanabróðir hans í umfjöllunum um málið en Varg segist hvorki botna upp né niður í þeirri samlíkingu. „Hann er barnamorðingi og hryðjuverkamaður. Ég hef því ekkert gott um hann að segja. Það veldur mér áhyggjum að þeir skuli vera að tengja hann við mig. Mér finnst það í raunninni óskiljanlegt þar sem ég hef margsinnis lýst yfir andstyggð minni á honum og gjörðum hans,“ sagði Varg þegar hann var spurður hvað honum finndist í raun og veru um Breivik.Varg kemur vel fyrir af nýnasista af vera. Þessi mynd er frá árinu 1997.Mynd/Vestad, Roar/ScanpixVarg var árið 1994 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir íkveikjur og morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara blackmetal-sveitarinnar Mayhem, árið áður. Hann útskýrir einnig í viðtalinu hvernig það allt saman kom til og færir rök fyrir því að það hafi að stórum hluta verið mistúlkað. Morðið hafi í raun verið hálfgerð nauðvörn og alls ekki eins brjálæðislegt og það hljómaði í fyrstu. Varg kemur vel fyrir af nýnasista að vera. Hann sat í um það bil sextán ár í fangelsi fyrir morðið og íkveikjurnar en segist í dag líta á þann tíma sem þvingaða dvöl í klaustri. Þar gat hann lesið bækur, horft á heimildarmyndir og ræktað sál og líkama án utanaðkomandi truflunar. Varg gaf líka út bækur og geisladiska á meðan á þeirri dvöl stóð. Hann nýtti tímann vel. Viðtalið sem er langt og ítarlegt er myndskreytt með gömlu klippum úr bandarísku kvikmyndinni The Trial eftir Orson Welles. Sú mynd var gerð eftir samnefndri sögu Franz Kafka en það má vel greina á lýsingum Vikernes að upplifun hans á handtökunni í sumar hafi verið mjög kafkísk ef svo má segja. Þetta er talsvert langt myndband en afar fróðlegt. Við mælum með þessu fyrir svefninn í kvöld.
Harmageddon Hryðjuverk í Útey Mest lesið Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Vinsælasta söngkona Póllands á Íslandi Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon