Bíó og sjónvarp

Nýtt veggspjald fyrir Málmhaus

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Veggspjaldið er unnið af ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni og Ómari Haukssyni.
Veggspjaldið er unnið af ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni og Ómari Haukssyni.
Það styttist óðum í frumsýningu kvikmyndarinnar Málmhaus eftir leikstjórann Ragnar Bragason. Hún verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst þann 5. september og þann 11. október hér á landi.

Nýtt veggspjald myndarinnar var birt í dag en Málmhaus segir frá ungri stúlku búsettri í sveit sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik.

„Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi fyrir stuttu, en glæsilegt veggspjaldið má stækka með því að smella á það hér til hliðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×