Hafþór Júlíus í stóru hlutverki í Game of Thrones Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2013 07:00 Hafþór Júlíus Björnsson á að leika Gregor Clegane í næstu þáttaröð. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson). Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson).
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira