Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Boði Logason skrifar 3. september 2013 15:13 Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr fjárfestingafélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Sérstakur saksóknari telur að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum. Sérstakur saksóknari metur það sem svo að hún hafi ekki verið í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone. Úr héraðsdómi í dag.Mynd/Boði Í ákærunni, sem gefin var út í byrjun júlí og er 29 blaðsíður, segir meðal annars að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni.“ Karl og Steingrímur, í félagi við Guðmund, hafi þá látið tryggingafélagið Sjóvá borga Ingunni 600 milljónir árið 2006 af því að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réð ekki við að inna greiðslurnar af hendi. Í staðinn hafi Sjóvá eignast kröfu á Milestone. Þar segir einnig að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni.“ Í Fréttablaðinu í júlí kom fram að málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvar og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna. Milestone-málið Dómsmál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr fjárfestingafélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Sérstakur saksóknari telur að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum. Sérstakur saksóknari metur það sem svo að hún hafi ekki verið í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone. Úr héraðsdómi í dag.Mynd/Boði Í ákærunni, sem gefin var út í byrjun júlí og er 29 blaðsíður, segir meðal annars að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni.“ Karl og Steingrímur, í félagi við Guðmund, hafi þá látið tryggingafélagið Sjóvá borga Ingunni 600 milljónir árið 2006 af því að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réð ekki við að inna greiðslurnar af hendi. Í staðinn hafi Sjóvá eignast kröfu á Milestone. Þar segir einnig að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjármagna greiðslur til Ingunnar samkvæmt greiðsluáætluninni.“ Í Fréttablaðinu í júlí kom fram að málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvar og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna.
Milestone-málið Dómsmál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira