Íslenski boltinn

Þór/KA fær að vita um mótherja sinn í dag

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Mynd/Anton
Kvennalið Þór/KA verður í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta dag en Íslandsmeistaratitill norðankvenna í fyrra skilaði liðinu sæti í Meistaradeildinni.

Lið Þór/KA er í neðri styrkleikaflokknum og getur því mætt sterkum liðum en drátturinn hefst um klukkan 10.30. Þór/KA mun leika fyrri leikinn á heimavelli, 9. eða 10 október og seinni leikinn viku síðar á útivelli.

Norðankonur vilja örugglega sleppa við að mæta rússnesku liðinum í pottinum enda myndi þá bíða liðsins langt ferðalag.

Þór/KA gæti mætt einu af bestu liðum Evrópu (Olympique Lyon, Turbine Potsdam, Arsenal) en þær gætu líka lent á móti Íslendingaliðinu FCR Malmö frá Svíþjóð. Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spila með Malmö-liðinu.

Sara Björk er spennt fyrir því að sækja norðankonur heim ef marka má færslu hennar á Twitter í dag.

Efri styrkleikaflokkur (eitt liðanna mætir Þór/KA)

VfL Wolfsburg (Þýskaland)

Olympique Lyon (Frakkland)

1. FFC Turbine Potsdam (Þýskaland)

Arsenal LFC (England)

FC Rossiyanka (Rússland)

ASD Torres Calcio (Ítalía)

Bröndby IF (Danmörk)

FCR Malmö (Svíþjóð)

AC Sparta Praha (Tékkland)

Fortuna Hjørring (Danmörk)

Paris Saint-Germain FC (Frakkland)

SV Neulengbach (Austurríki)

FK Zorkiy Krasnogorsk (Rússland)

Glasgow City LFC (Skotland)

Birmingham City LFC (England)

RTP Unia Racibórz (Pólland)

Neðri styrkleikaflokkur

Tyresö FF (Svíþjóð)

FC Zürich Frauen (Sviss)

R. Standard de Liège (Belgía)

UPC Tavagnacco (Ítalía)

Apollon Limassol LFC (Kýpur)

WFC SSHVSM Kairat (Kasakstan)

MTK Hungária FC (Ungverjaland)

FC Barcelona (Spánn)

LSK Kvinner FK (Noregur)

PK-35 Vantaa (Finnland)

Þór/KA (Ísland)

FSK St. Pölten-Spratzern (Austurríki)

ŽFK Spartak Subotica (Serbía)

FC Twente (Holland)

Pärnu JK (Eistland)

Konak Belediyesi (Tyrkland)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×