Bíó og sjónvarp

Stáli snýr aftur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrsta sýnishornið úr myndinni RoboCop var frumsýnt í gær, en hún er lauslega byggð á samnefndri kvikmynd leikstjórans Pauls Verhoeven.

RoboCop sjálfur, eða Stáli eins og hann kallaðist á íslensku, er nú orðinn svartur að lit og ljóst er að ofbeldið verður ekki nærri því jafn gróft og í frumgerðinni, en hin nýja RoboCop er bönnuð börnum yngri en 13 ára í Bandaríkjunum.

Í helstu hlutverkum eru Gary Oldman, Michael Keaton, Samuel L. Jackson og Abbie Cornish. Það er svo leikarinn Joel Kinnamann sem fer með titilhlutverkið.

Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×