Bíó og sjónvarp

XL á átta kvikmyndahátíðir

Kristján Hjálmarsson skrifar
Kvikmyndin XL eftir Martein Þórsson hefur fengið boð á átta kvikmyndahátíðir í haust, þar á meðal í Helsinki, Calgary, Vancouver og Bergen. Einnig er henni boðið á Evrópsku kvikmyndamessuna í Vilníus.

Í tilkynningu segir að myndin hafi einnig fengið boð á þrjár hátíðir í Evrópu en vegna samkomulags megi ekki gefa upp hverjar þær hátíðir eru að svo stöddu.

Myndinni verður dreift í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum af Kinonation en Kinonation sérhæfir sig í VOD dreifingu og kemur myndinni á framfæri á Amazon, Hulu, iTunes og fleiri stöðum.

Aðalleikari myndarinnar, Ólafur Darri Ólafsson, vann verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×