Marspiankonfekt með möndlumjöli Marín Manda skrifar 9. september 2013 13:30 Þeir eru gómsætir þessir marsipan konfektmolar. María Krista Hreiðarsdóttir er hér með girnilega uppskrift af konfektmolum með Sukrin Melis, stevíudropum og möndlumjöli. Marspiankonfekt 130 gr Funksjonell möndlumjöl 90 gr Sukrin Melis 2 dl eggjahvítur 1 tsk möndludropar 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85% Rapunzel súkkulaði Hrærið öllu vel saman í skál, mótið litlar kúlur úr marsipaninu og kælið. Hægt að hjúpa með 85% súkkulaði, velta svo upp úr kókosmjöli, muldum macadamiuhnetum eða hverju sem er. Hálf pecanhneta er líka voðalega sæt á einn mola. Einnig er hægt að fletja út marsipanið og nota á tertur. Gott er að bragðbæta marspipanið t.d. með rommdropum, blanda muldum hnetum í marsipanið og svo mætti lengi telja. Fullkomnir konfektmolar með kaffinu. Kókosjöklar 80 gr kókosolía kaldpressuð Himnesk hollusta 80 gr kókosmjólk eða kókosrjómi ISOLA 100 gr Sukrin Melis Funksjonell 200 gr grófmalað kókosmjöl NOW 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði Hitið kókosolíu, kókosmjólk/kókosrjóma og Sukrin Melis í potti þar til allt er bráðnað. Hellið kókosmjölinu út í og hrærið vel saman. Setjið annaðhvort í form og frystið í hálftíma og skerið svo niður eða setjið í silikonkonfektform sem þið takið beint úr forminu og húðið með súkkulaði. Hitið súkkulaðið í vatnsbaði eða þar til gerðum súkkulaðipotti, má alveg bragðbæta það t.d með piparmyntustevíudropum 4-5 og hræra áður en þið húðið. Passlegt er að dýfa jafnvel helmingnum af konfektinu í súkkulaði og þá líta molarnir út eins og jöklar. Eftirréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið
María Krista Hreiðarsdóttir er hér með girnilega uppskrift af konfektmolum með Sukrin Melis, stevíudropum og möndlumjöli. Marspiankonfekt 130 gr Funksjonell möndlumjöl 90 gr Sukrin Melis 2 dl eggjahvítur 1 tsk möndludropar 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85% Rapunzel súkkulaði Hrærið öllu vel saman í skál, mótið litlar kúlur úr marsipaninu og kælið. Hægt að hjúpa með 85% súkkulaði, velta svo upp úr kókosmjöli, muldum macadamiuhnetum eða hverju sem er. Hálf pecanhneta er líka voðalega sæt á einn mola. Einnig er hægt að fletja út marsipanið og nota á tertur. Gott er að bragðbæta marspipanið t.d. með rommdropum, blanda muldum hnetum í marsipanið og svo mætti lengi telja. Fullkomnir konfektmolar með kaffinu. Kókosjöklar 80 gr kókosolía kaldpressuð Himnesk hollusta 80 gr kókosmjólk eða kókosrjómi ISOLA 100 gr Sukrin Melis Funksjonell 200 gr grófmalað kókosmjöl NOW 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði Hitið kókosolíu, kókosmjólk/kókosrjóma og Sukrin Melis í potti þar til allt er bráðnað. Hellið kókosmjölinu út í og hrærið vel saman. Setjið annaðhvort í form og frystið í hálftíma og skerið svo niður eða setjið í silikonkonfektform sem þið takið beint úr forminu og húðið með súkkulaði. Hitið súkkulaðið í vatnsbaði eða þar til gerðum súkkulaðipotti, má alveg bragðbæta það t.d með piparmyntustevíudropum 4-5 og hræra áður en þið húðið. Passlegt er að dýfa jafnvel helmingnum af konfektinu í súkkulaði og þá líta molarnir út eins og jöklar.
Eftirréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið