Sport

Meiddir leikmenn fá 92 milljarða króna í skaðabætur

Sögulegt samkomulag hefur náðst á milli NFL-deildarinnar og fyrrum leikmanna deildarinnar sem hafa farið illa út úr því að spila í deildinni á sínum tíma.

Amerískur fótbolti er harður og ekki óalgengt að leikmenn meiðist illa. Það er líka mjög algengt að leikmenn fái slæman heilahristing í leikjum og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Yfir 4.000 fyrrverandi leikmenn deildarinnar fóru fyrir nokkru síðan í mál við hana vegna meiðsla sinna. Þeir segja forráðamenn deildarinnar ekki hafa gert nóg til þess að verja leikmenn og gert enn minna í að upplýsa þá um afleiðingar heilahristings.

Í stað þess að reka mál í tugi ára hafa málsaðilar náð samkomulagi. NFL-deildin ætlar að greiða hvorki meira né minna en 92 milljarða króna til leikmannanna. Fyrir vikið má ekki fara aftur í mál við deildina sem þó tekur enga ábyrgð á meiðslum leikmannanna.

Meirihluta þessa fjár mun renna í vasa leikmanna eða aðstandenda. Einnig mun hluti fara í rannsóknir á höfuðmeiðslum og fræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×