Bíó og sjónvarp

Íslendingur skrifar fyrir Stallone

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Svona leit stórskotalið Stallones út í annarri myndinni.
Svona leit stórskotalið Stallones út í annarri myndinni.
Íslenski handritshöfundurinn Katrín Benedikt skrifar handrit þriðju kvikmyndarinnar í Expendables-bálknum ásamt eiginmanni sínum, Creighton Rothenberger. Kvikmyndavefurinn Svarthöfði greinir frá.

Hjónakornin hafa áður skrifað handrit saman og var það fyrir myndina Olympus Has Fallen sem kom út fyrr á árinu, en tökur á Expendables 3 fara fram í Búlgaríu og hófust í gær.

Það er vöðvatröllið Sylvester Stallone sem fer með aðalhlutverk myndarinnar líkt og áður, og er hann sagður þar að auki hafa puttana í handritinu. Meðal annarra leikara í myndinni eru þeir Jason Statham, Harrison Ford, Dolph Lundgren, Wesley Snipes, Mel Gibson, Jet Li, Arnold Schwarzenegger og Antonio Banderas.

Líkt og greint var frá á dögunum verður Bruce Willis ekki með í myndinni vegna deilna um launamál, og kallaði Stallone hann „gráðugan og latan“ í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×