Körfubolti

Formaður KKÍ: Snýst að öllu leyti um peninga

Hannes með ungum körfuboltaiðkendum úr Grafarvogi.
Hannes með ungum körfuboltaiðkendum úr Grafarvogi.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur svarað grein körfuboltaþjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar sem hann birti á karfan.is á dögunum.

Þar gagnrýndi Jón Arnar KKÍ harðlega og þá sérstaklega afreksstefnu sambandsins. Hannes segist fagna allri umræðu um starfsemi KKÍ.

"Stór hluti starfsemi KKÍ fer fram í gegnum afreksstarfið og stærsti útgjaldaliður KKÍ er afreksstarfið. Afrekstarf er dýrt og því snýst þetta um peninga að öllu leyti," segir Hannes í pistli sínum.

"Stefna KKÍ er sú að senda öll lið til keppni í verkefni sem í boði eru og að sjálfsögðu er EM yngri liða þar inni. Á hverju hausti þarf stjórn KKÍ ásamt afreksnefnd að ákveða hvaða verkefni skal fara í og hvaða lið skal senda til keppni á EM.

Undanfarin ár hafa þetta verið mjög erfiðir fundir og engum sem situr í stjórn KKÍ auðvelt að taka þátt í þeirri ákvörðun að senda eitt til tvö lið á EM eða bara ekkert eins og því miður niðurstaðan var fyrir það sumar sem nú er að líða. Metnaðurinn og viljinn er svo sannarlega til staðar hjá stjórn og afreksnefnd. Að gefa í skyn að það sé stefna KKÍ að senda yngri liðin okkar ekki til keppni á EM er ekki rétt."

Pistil Hannesar í heild sinni má lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×