Erlent

Affleck í vanda

Jakob Bjarnar skrifar
Aðdáendur Batmans telja óásættanlegt að Ben Affleck troði sér í Batman-gallann.
Aðdáendur Batmans telja óásættanlegt að Ben Affleck troði sér í Batman-gallann.
Vel yfir 51 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á framleiðendur myndarinnar Batman vs. Superman að fallið verði frá því að leikarinn Ben Affleck fari með hlutverk Batmans.

Í athugasemdum sem fylgja á Change.org kemur fram megn óánægja með þessa ákvörun og meðal annars er talað um að Affleck búi engan veginn yfir þeim hæfileikum sem nauðsynlegir eru til að Batman verði trúverðugur. Affleck tekur við af Christian Bale sem hafnaði því að fara með hlutverkið fjórða sinni þrátt fyrir að fúlgur fjár væru í boði. Erlendir miðlar fjalla um málið, meðal þeirra The Independent.

Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunarinnar segir, í samtali við Sky News að hann beri virðingu fyrir Affleck og hans afrekum á hvíta tjaldinu en því miður sé það óviðeigandi, og í raun óásættanlegt fyrir aðdáendur Batmans, að Affleck troði sér í hinn fræga galla -- búning Leðurblökumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×