Telja Reykjavíkurborg hafa brotið lög Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 15:30 Fjáröflun Regnabogabarna á Hinsegin dögum stóð ekki undir kostnaði. samsett mynd „Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“ Hinsegin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira