Mynd Baltasars sú vinsælasta vestanhafs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. ágúst 2013 11:48 Það eru þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkin í 2 Guns. Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira