Ísland gerði David Moyes að manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 11:24 David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leiða leikmenn sína út á Wembley-leikvanginn í Lundúnum á sunnudaginn. Öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Á þessum nótum hefst umfjöllun Daily Mail um Moyes þar sem fjallað er um hvar ferill Moyes hafi hafist. Af öllum stöðum í heiminum hafi það verið á Íslandi.Líkt og Vísir fjallaði um í vor æfði David Moyes um tíma með Tý í Vestmannaeyjum. Upphaflega ætlaði Skotinn að dvelja yfir sumarið 1978 í Eyjum en dvölin varð styttri þegar Moyes bauðst samningur hjá Celtic í Skotlandi. „Fyrsta reynsla Moyes hjá alvöru liði var í Vestmannaeyjum, blautum og vindasömum fiskibæ undan suðurströnd Íslands. Þar eru lundarnir fleiri en íbúarnir fimm þúsund og eldfjall gnæfir yfir húsakynnum fólksins." Fimmtán ára mætti Moyes til Vestmannaeyja en það var Ólafur Jónsson sem hýsti Moyes á meðan á dvöl hans hér stóð. Ólafur fór árlega með hóp ungra Eyjapeyja til Skotlands til æfinga þar sem hann kynntist föður Moyes, David eldri.Nordicphotos/Getty„Hann var leiðtogi á vellinum. Ég sá það strax þá. Hann var strákur en alltaf fremstur meðal jafningja. Hann var alltaf fyrstur," segir Ólafur sem ber Moyes afar vel söguna. „Hann var hluti af fjölskyldunni," segir Ólafur sem skellir upp úr þegar ræðir um matarvenjur Skotans. „Ég held að hann hafi ekki kunnað neitt sérstaklega vel við matinn enda var fiskur nánast í hvert mál," segir Ólafur. Moyes hafi þó verið kurteis og alltaf borðað það sem stóð til boða.Viðtalið við Ólaf má sjá hér. Leikur Manchester United og Wigan um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn hefst klukkan 12.45. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira