Lífið

Sjúklega góð súkkulaðihrákaka að hætti Ebbu

Ellý Ármanns skrifar
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Ebbu Guðný Guðmundsdóttur matgæðing útbúa æðislega súkkulaðiköku þar sem hún notar Steviu sætu í stað sykurs. 



Ebba er snillingur á sínu sviði og bregst henni ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn.



Súkkulaðihrákaka 

180g valhnetur 40g lífrænt kakó

2 msk carob duft (eða kakó)

100g döðlur, skornar í bita

50 ml heitt vatn

2 msk kaldpressuð kókosolía (fljótandi)

1 tsk vanillu Via-Health stevia (eða um ein sprauta)

¼ tsk kanill

Aðferð

Ef þið hafið tíma getið þið lagt döðlurnar í bleyti í 50ml af vatni. Þá verða þær enn mýkri. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél og malið smátt. Bætið öllu hinu við og maukið saman þangað til þetta er orðið að klístruðu deigi.

Setjið í um 26cm eldfast kökumót og setjið í frysti/kæli á meðan þið búið til kremið. 

Kremið

40g kakósmjör eða kaldpressuð kókosolía

80-100 ml möndlu- eða kókosmjólk

80g döðlur smátt skornar (og betra að leggja þær í bleyti í um klukkustund í 30ml af vatni til að mýkja þær)

30g kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 2-4 klst fyrst)

1 tæp tsk piparmyntu Via-Health stevia (eða um ein sprauta)

5 msk lífrænt kakó

1 msk carob duft (eða kakó)  

Aðferð

Bræðið kakósmjörið varlega í potti með mjólkinni. Notið lágan hita. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman þangað til þetta er orðið að fallegu kremi. Í staðinn fyrir kakósmjörið getið þið notað kaldpressaða kókosolíu. Smyrjið á kökubotninn ykkar og geymið í frysti.

Einnig er gott að setja lífrænt hnetusmjör, þunnt lag, á milli kökubotnsins og kremsins.

Hér má sjá Ebbu gera gómsætan jarðaberjaís án sykurs.

Hér má sjá Ebbu elda dásamlegar múffukökur.

Hér má sjá Ebbu gera gómsætan berjahafragraut.

Hér má sjá Ebbu gera dásamlegan súkkulaðisjeik.

Hér má sjá Ebbu gera æðislegan eftirrétt með granóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.