Bíó og sjónvarp

Gagnrýnandi Variety yfir sig hrifinn af hasarmynd Baltasars

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gagnrýnandinn hrósar aðalleikurum myndarinnar, þeim Denzel Washington (t.v.) og Mark Wahlberg.
Gagnrýnandinn hrósar aðalleikurum myndarinnar, þeim Denzel Washington (t.v.) og Mark Wahlberg.
Fyrstu dómar um kvikmyndina 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks eru komnir í hús. Gagnrýnandi Variety er yfir sig hrifinn. Hann hrósar aðalleikurum myndarinnar, þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg, og segir Baltasar kunna á hasarmyndaformið betur en flestir.

Þá hefur hann á orði að myndin sé að mestu laus við tölvubrellur og segir hana líklega til þess að hugga Universal-kvikmyndaverið eftir vonbrigðin sem R.I.P.D. var. Hann líkir myndinni, og reyndar síðustu Hollywood-mynd Baltasars, Contraband, við verk hasarleikstjórans Walter Hill og hrósar myndatökunni í hástert.

Gagnrýnina má lesa í heild sinni á vef Variety.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×