Ráðherra á réttri leið Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2013 14:43 Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun