Sport

Íslandsmetið hennar Matthildar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir stórbætti Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem stendur yfir í Lyon.

Matthildur Ylfa kom í mark á tímanum 31,63 sekúndum en gamla metið var 32,16 sekúndur. Matthildur Ylfa hafnaði í 10. sæti af 14 keppendum í flokki T37 (flokki spastískra).

Mandy Francois-Elie frá Frakklandi náði besta tímanum og bætti um leið heimsmetið í greininni. Tími hennar var 28,35 sekúndur. Matthildur Ylfa keppir í 100 metra hlaupi á morgun.

Hlaupið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×